Almennar

ALMENNAR LEIÐBEININGAR - CALIRORNIA CONNOISSEUR 7,5L

Það er mjög mikilvægt að þú fylgir leiðbeiningunum í réttri röð. Ef það er ekki gert mun það bitna á gæðum vínsins. Sumum víntegundum fylgja nokkrir pakkar sem innihalda sama efnið (t.d. ger, bentónít, eik, felliefni).

ÞÚ ÁTT AÐ NOTA ALLA PAKKANA SEM FYLGJA SETTINU.

Víngerðarsettið inniheldur eftirfarandi:

• Vínpoki – stór ómerktur poki sem inniheldur vínberjalög

• Inniheldur mögulega eikarkorn, ylliber, ylliblóm, flösku með bragðefni, Sweet Reserve poka (nota skal allt sem fylgir settinu)

• Gerpakka

• Pakka #2 bentónít – örvar gerjun og fjarlægir prótín

• Pakka #3 kalíummetabísúlfíð – notað til að koma í veg fyrir oxun og bæta geymsluþol

• Pakka #4 kalíumsorbat – notað sem örverueyðandi efni til að koma í veg fyrir endurgerjun

• Felliefni – kieselsol (allt að tveimur pökkum) og kítósan (allt að tveimur pökkum) – Fjarlægir prótín og gerir vínið hreint og tært

NAUÐSYNLEGUR BÚNAÐUR

Gerjunarílát: Plastílát fyrir matvæli sem rúmar 23 lítra. Mælt er með 30 lítrum sem lágmarksstærð.

Flaska: Flaska úr gleri eða plasti sem rúmar 23 lítra og er hönnuð fyrir loftlás og tappa.

Umhellingarpípa og slöngusett: Um það bil 1,8 metra sveigjanleg slanga sem hentar í matvælavinnslu með sterkri fleytipípu úr plasti.

Loftlás og tappi: Passar í flöskuna sem er fyllt að helmingi með vatni eða sótthreinsandi lausn. Fjarlægir CO2 og kemur í veg fyrir að súrefni og skemmandi örverur komist í vínið.

Sykurflotvog: Notuð til að athuga eðlisþyngd/sykurgildi vínsins á ólíkum stigum í gerjunarferlinu. Vínflöskur: 30 x 750 ml.

Gúmmítappi án gats: Passar í flöskuna. Kemur í veg fyrir að súrefni og skemmandi örverur komist í vínið. Notist þegar vínið hefur afloftast að fullu.

GAGNLEGAR ÁBENDINGAR

1. ÞVOÐU OG SÓTTHREINSAÐU ALLAN BÚNAÐ OG FLÖSKUR: Þrífðu óhreinan búnað með klórsóda (IP-5) og skolaðu vandlega áður en þú sótthreinsar hann. Ef búnaður og flöskur eru ekki sótthreinsaðar með réttum hætti gæti það bitnað á gæðum vínsins. Til að sótthreinsa búnaðinn skaltu leysa upp 50 grömm af metabísúlfíði í 4 lítrum af vatni (geymist fyrir notkun síðar). Gættu þess að skola allt sótthreinsiefni úr búnaðinum og flöskunum áður en þú heldur áfram.

2. HITASTIG GERJUNAR: Víngerðarsettið þitt á að gerjast við 22°C/72°F. Hitastig sem er yfir 30°C/86°F veldur því að gerið verður óvirkt og hitastig undir 18°C/64°F hægir víngerðarferlinu. ATHUGIÐ: Ef gerjunin á sér stað á köldum stað er hægt að ná réttu gerjunarhitastigi með hitaplötu eða hitabelti. Fylgstu vel með hitastigi vínsins.

3. SYKURFLOTVOGIN NOTUÐ: Sykurflotvog fyrir víngerð sýnir viðeigandi eðlisþyngd/sykurgildi á hverjum tíma. Þegar líður á gerjunarferlið minnkar eðlisþyngdin þegar sykurinn breytist í alkóhól og koltvíoxíð. Leiðbeiningar fylgja með settinu sem þú getur stuðst við í gegnum víngerðina. Dýfðu sótthreinsuðu sykurflotvoginni í vínkútinn eða löginn þannig að hún fljóti laus. Eðlisþyngdina má lesa þar sem vökvinn mætir leggnum á sykurflotvoginni.

4. BOTNFALL Í FLÖSKU: Passaðu að vínið sullist ekki við flutning eða umhellingu til að lágmarka inntöku súrefnis í vínið. Gættu þess að blanda ekki botnfallinu saman við tæra vínið þegar það er sett á flöskur (stig #5). Ef þetta gerist óvart þarf að láta botnfallið setjast aftur í nokkra daga áður en haldið er áfram. Það er gott að nota umhellingarpípu úr hörðu plasti og klemmu samhliða sveigjanlegri slöngu.

5. KALÍUMSORBAT OG SÆTUEFNI FYRIR VÍNIÐ: Vineco, 4 vikna sett, er ætlað að framleiða þurr vín, að undanskildum nokkrum hvítvínstegundum. Ef þú vilt sætara vín er hægt að bæta við sætu- eða bætiefni á stigi #4. Ef þú velur að nota sætu- eða bætiefni er mikilvægt að þú notir pakka #4 (kalíumsorbat) til að tryggja gæði vínsins. Ef þú ert að framleiða þurrt vín geturðu valið að sleppa pakka #4 ef þú vilt takmarka rotvarnarefnin í víninu.

 
Prentvæn útgáfa