Nýjar

4 VIKNA VÍNGERÐARSETT - NÝJAR LEIÐBEININGAR

MIKILVÆGT: Vinsamlega lestu allar leiðbeiningarnar áður en þú byrjar. Mikilvægt að kynna sér almennu leiðbeiningarnar um víngerð sem sjá má hér neðar á síðunni.

1. STIG - FYRRI GERJUN (DAGUR 1)

Dags.:_______________ S.G.:_______________ (Markmið <1,080-1,095)

Mundu að sótthreinsa ílátin og búnaðinn með sótthreinsandi lausn áður en haldið er áfram. Sjá „Gagnlegar ábendingar“, atriði #1.

Gættu þess að fylla ekki upp í gerjunarílátið á neinu stigi eða skrefi til að tryggja að vínið náiréttu jafnvægi.

• Sjóðið 2-4 lítra af vatni og setjið það heitt í sótthreinsað gerjunarílátið.

• Fjarlægðu tappann úr vínpokanum (stór ómerktur poki með vínberjalegi) og helltu innihaldinu í gerjunarílátið.

• Skolaðu pokann með tveimur lítrum af köldu vatni og helltu út í gerjunarílátið.

• Stráðu innihaldi pakka #2 (bentónít) út í gerjunarílátið og hrærðu vel.

• Ef settið þitt inniheldur eikarkorn, ylliber eða ylliblóm skaltu hella því út í gerjunarílátið og hræra vel.

• Bættu nógu miklu vatni við svo að innihald gerjunarílátsins nái 23 lítrum og hrærðu vel. Hitastigið þarf að vera 20-25°C / 68-77°F. Ef hitastigið er ekki á þessu bili skaltu loka gerjunarílátinu og láta það standa á hentugum stað þar til réttu hitastigi er náð. Sjá „Gagnlegar ábendingar“, atriði #2.

• Skráðu niður eðlisþyngdina/sykurgildið áður en þú bætir gerinu við. Ef þig vantar leiðbeiningar varðandi lestur á sykurflotvog skaltu skoða „Gagnlegar ábendingar“, atriði #3.

• Stráðu innihaldi gerpakkans yfir löginn í gerjunarílátinu (ekki hræra).

• Settu lok á gerjunarílátið eða notaðu innsiglað lok með loftlás (hálfylltan af vatni) og -tappa.

• Láttu gerjunarílátið standa á hlýjum stað (20-25°C/68-77°F) til gerjunar í 7 daga. Ef hitastigið er lægra en mælt er með skaltu láta það standa tveimur eða þremur dögum lengur. Sjá „Gagnlegar ábendingar“, atriði #2.

2. STIG - SEINNI GERJUN (DAGUR 8)

Dags.:_______________ S.G.:_______________ (Markmið <1,010)

Gerjuninni er að mestu leyti lokið. Eðlisþyngdin ætti að vera minni en 1,010 en ef hún er það ekki skaltu bíða í nokkra daga í viðbót áður en haldið er áfram.

• Settu sótthreinsuðu 23 lítra flöskuna undir gerjunarílátið til að undirbúa fleytingu.

• Fleyttu vínið í sótthreinsaða flösku og skildu botnfallið eftir. Sjá „Gagnlegar ábendingar“, atriði #4.

• Innsiglaðu flöskuna með tappa og loftlás, hálfylltan með vatni.

• Láttu vínið standa við stofuhita (20-25°C/68-77°F) í 12 daga til að ljúka gerjun.

3. STIG - AFGÖSUN (DAGUR 20)

Dags.:_______________ S.G.:_______________ (Markmið <0,995)

Allri gerjun ætti að vera lokið. Ekki fara í næstu skref áður en gerjun er lokið (eðlisþyngdin ætti að vera minni en 0,995 og engar lofbólur ættu að sjást). Bíddu lengur ef þörf krefur. Fjarlægja þarf koltvísýringinn sem eftir er úr víninu áður en síðasta grugghreinsun fer fram svo að felliefnið virki rétt. Hægt er að afgasa vínið með því að hræra í því eða hrista flöskuna.

• Fleyttu vínið í sótthreinsaða flösku og skildu botnfallið eftir.

• Stráðu innihaldi pakka #3 (kalíummetabísúlfíð) í vínið og hrærðu varlega.

• Hrærðu í víninu í 1 mínútu með sótthreinsaðri skeið til að fjarlægja óæskilegan koltvísýring. Þú getur einnig hrist flöskuna til að losa gasið úr víninu.

• Helltu innihaldi úr EINUM pakka af kieselsol í vínið og hrærðu. Ef það eru tveir pakkar í settinu þínu skaltu ekki nota hinn núna. Geymdu hann heldur fyrir stig 4.

• Hrærðu nokkrum sinnum í víninu (a.m.k. 6 til 8 sinnum) næstu 2 daga. Mundu að setja tappann og loftlásinn aftur á í hvert skipti eftir að þú hrærir.

4. STIG - FELLING & GRUGGHREINSUN (DAGUR 22)

Dags.:_______________ S.G.:_______________ (Markmið <0,995)

Vínið þarf að vera alveg loftlaust á þessu stigi svo að felliefnið virki rétt. Ef þú kýst að nota sætu- eða bætiefni í vínið skaltu skoða „Gagnlegar ábendingar“, atriði #5.

• Helltu innihaldi pakka #4 (kalíumsorbat) í 125 ml eða ½ bolla af heitu vatni. Hrærðu svo efnið leysist upp. Bættu þessu út í vínið og hrærðu vel.

• Ef það er Sweet Reserve poki í settinu þínu eða ef þú vilt gera vínið sætara með bætiefni skaltu bæta innihaldinu út í vínið og hræra varlega. Sjá „Gagnlegar ábendingar“, atriði #5.

• Hristu kítósanpakkann/-pakkana og bættu honum/þeim út í vínið og hrærðu vel.

• Ef settið þitt inniheldur tvo pakka af kieselsol skaltu bæta hinum pakkanum út í 1 klukkustund eftir kítósan viðbótina og hærðu síðan varlega.

• Settu flöskuna með víninu á borð þar sem hún getur staðið kyrr þar til vínið er sett á flöskur.

• Notaðu gúmmítappa án gats til að innsigla flöskuna eftir að gasið hefur verið losað úr henni til koma í veg fyrir að vínið óhreinkist aftur.

• Láttu vínið standa óhreyft í allt að 6 daga svo það nái að hreinsast.

5. STIG - ÁTÖPPUN (DAGUR 28)

Dags.:_______________ S.G.:_______________

Vínið ætti nú að vera tært og tilbúið fyrir flöskurnar. Ef vínið hefur ekki náð fullnægjandi tærleika skaltu láta það standa í nokkra daga í viðbót. Mælt er með að sía vínið áður það er sett á flöskur. Ef þú lætur vínið eldast í meira en 6 mánuði skaltu bæta við ¼ tsk. af kalíummetabísúlfíði uppleystu í víni eftir síun og áður en vínið er sett á flöskur.

• Fleyttu vínið í hreina og sótthreinsaða flösku og skildu botnfallið eftir.

• Notaðu síu með meðalstórum götum sem hefur verið undirbúin með viðeigandi hætti. Fylgdu síuleiðbeiningunum.

• Fleyttu tæra vínið í sótthreinsaða 750 ml vínflösku með korktappa og skildu eftir 2,5-3,5 cm rými efst á milli korkstappans og vínsins.

• Notaðu handstýrðan korkatroðara til að setja korktappana í. Sjá „Gagnlegar ábendingar“, atriði #1.

• Bíddu í 24-48 klukkustundir áður en þú hvolfir flöskunum eftir að korktappar hafa verið settir í. Þannig fá korktapparnir tíma til að tútna út sem dregur úr hættunni á að flöskurnar leki.

Þetta vín er mjög gott á því stigi sem það er sett á flöskur en annars skal það geymt á svölum og dimmum stað þar sem herbergishiti er minni en 16°C/60°F.

ALMENNAR LEIÐBEININGAR

Það er mjög mikilvægt að þú fylgir leiðbeiningunum í réttri röð. Ef það er ekki gert mun það bitna á gæðum vínsins. Sumum víntegundum fylgja nokkrir pakkar sem innihalda sama efnið (t.d. ger, bentónít, eik, felliefni).

ÞÚ ÁTT AÐ NOTA ALLA PAKKANA SEM FYLGJA SETTINU.

Víngerðarsettið inniheldur eftirfarandi:

• Vínpoki – stór ómerktur poki sem inniheldur vínberjalög

• Inniheldur mögulega eikarkorn, ylliber, ylliblóm, flösku með bragðefni, Sweet Reserve poka (nota skal allt sem fylgir settinu)

• Gerpakka

• Pakka #2 bentónít – örvar gerjun og fjarlægir prótín

• Pakka #3 kalíummetabísúlfíð – notað til að koma í veg fyrir oxun og bæta geymsluþol

• Pakka #4 kalíumsorbat – notað sem örverueyðandi efni til að koma í veg fyrir endurgerjun

• Felliefni – kieselsol (allt að tveimur pökkum) og kítósan (allt að tveimur pökkum) – Fjarlægir prótín og gerir vínið hreint og tært

NAUÐSYNLEGUR BÚNAÐUR

Gerjunarílát: Plastílát fyrir matvæli sem rúmar 23 lítra. Mælt er með 30 lítrum sem lágmarksstærð.

Flaska: Flaska úr gleri eða plasti sem rúmar 23 lítra og er hönnuð fyrir loftlás og tappa.

Umhellingarpípa og slöngusett: Um það bil 1,8 metra sveigjanleg slanga sem hentar í matvælavinnslu með sterkri fleytipípu úr plasti.

Loftlás og tappi: Passar í flöskuna sem er fyllt að helmingi með vatni eða sótthreinsandi lausn. Fjarlægir CO2 og kemur í veg fyrir að súrefni og skemmandi örverur komist í vínið.

Sykurflotvog: Notuð til að athuga eðlisþyngd/sykurgildi vínsins á ólíkum stigum í gerjunarferlinu. Vínflöskur: 30 x 750 ml.

Gúmmítappi án gats: Passar í flöskuna. Kemur í veg fyrir að súrefni og skemmandi örverur komist í vínið. Notist þegar vínið hefur afloftast að fullu.

GAGNLEGAR ÁBENDINGAR

1. ÞVOÐU OG SÓTTHREINSAÐU ALLAN BÚNAÐ OG FLÖSKUR: Þrífðu óhreinan búnað með klórsóda (IP-5) og skolaðu vandlega áður en þú sótthreinsar hann. Ef búnaður og flöskur eru ekki sótthreinsaðar með réttum hætti gæti það bitnað á gæðum vínsins. Til að sótthreinsa búnaðinn skaltu leysa upp 50 grömm af metabísúlfíði í 4 lítrum af vatni (geymist fyrir notkun síðar). Gættu þess að skola allt sótthreinsiefni úr búnaðinum og flöskunum áður en þú heldur áfram.

2. HITASTIG GERJUNAR: Víngerðarsettið þitt á að gerjast við 22°C/72°F. Hitastig sem er yfir 30°C/86°F veldur því að gerið verður óvirkt og hitastig undir 18°C/64°F hægir víngerðarferlinu. ATHUGIÐ: Ef gerjunin á sér stað á köldum stað er hægt að ná réttu gerjunarhitastigi með hitaplötu eða hitabelti. Fylgstu vel með hitastigi vínsins.

3. SYKURFLOTVOGIN NOTUÐ: Sykurflotvog fyrir víngerð sýnir viðeigandi eðlisþyngd/sykurgildi á hverjum tíma. Þegar líður á gerjunarferlið minnkar eðlisþyngdin þegar sykurinn breytist í alkóhól og koltvíoxíð. Leiðbeiningar fylgja með settinu sem þú getur stuðst við í gegnum víngerðina. Dýfðu sótthreinsuðu sykurflotvoginni í vínkútinn eða löginn þannig að hún fljóti laus. Eðlisþyngdina má lesa þar sem vökvinn mætir leggnum á sykurflotvoginni.

4. BOTNFALL Í FLÖSKU: Passaðu að vínið sullist ekki við flutning eða umhellingu til að lágmarka inntöku súrefnis í vínið. Gættu þess að blanda ekki botnfallinu saman við tæra vínið þegar það er sett á flöskur (stig #5). Ef þetta gerist óvart þarf að láta botnfallið setjast aftur í nokkra daga áður en haldið er áfram. Það er gott að nota umhellingarpípu úr hörðu plasti og klemmu samhliða sveigjanlegri slöngu.

5. KALÍUMSORBAT OG SÆTUEFNI FYRIR VÍNIÐ: Vineco, 4 vikna sett, er ætlað að framleiða þurr vín, að undanskildum nokkrum hvítvínstegundum. Ef þú vilt sætara vín er hægt að bæta við sætu- eða bætiefni á stigi #4. Ef þú velur að nota sætu- eða bætiefni er mikilvægt að þú notir pakka #4 (kalíumsorbat) til að tryggja gæði vínsins. Ef þú ert að framleiða þurrt vín geturðu valið að sleppa pakka #4 ef þú vilt takmarka rotvarnarefnin í víninu.

 
Prentvæn útgáfa