Gamlar

Vinsamlega lesið leiðbeiningarnar vandlega áður en hafist er handa við víngerðina. Ef poki merktur F-pack er í pakkanum fer hann í lögunina í þrepi 3 lið 2. Hreinsið öll áhöld og ílát vel með IP 5 klórhreinsi og skolið vel á eftir með köldu vatni. Til þess að lögunin verði u.þ.b.18 - 23°C er best að sjóða 3-4 lítra af vatni(þrep 1, liður 1) á móti kalda vatninu(þrep 1, liður 2 & 3) og efninu(þrep 1, liður 2), miðað við 23 lítra lögun.

Þrep 1 – Fyrri gerjun

  1. Leysið upp innihald poka merktan „Bentonite“ í vatni með því að láta 3-4 lítra af soðnu vatni í vel hreinsað gerjunarílátið. Sáldrið innihaldinu varlega út í vatnið og hrærið vel, reynið að varast að efnið fari í köggla. Ef það fylgir með víngerðarefninu Eikarpoki(ar) eða Elderflowerspoki(ar) þá hellið innihald þeirra í út í gerjunarílátið eftir að „Bentonite“ hefur verið leyst upp og hrærið vel.
  2. Setjið nú innihald glæra pokans(þrúguefnið) út í og hreinsið pokann að innan með 3-5 lítum af köldu vatni og hellið í gerjunarílátið.
    1. Setjið nú kalt vatn í gerjunarílátið þannig að lögunin verði 23 lítrar.
    2. Mælið með sykurflotvoginni. Flotvogin ætti að sýna u.þ.b. 1080(80) til 1090(90).
    1. Verið viss um að hitinn í löguninni sé u.þ.b. 18-24°C og sáldrið gerinu yfir og út í lögunina. (Ath. gerið/yeast getur verið í bleikum/bláum/gráum eða hvítum poka).
    2. Lokið nú gerjunarílátinu og látið vatnslásinn á. Komið ílátinu fyrir á góðum stað þar sem herbergishitinn er u.þ.b. 18-24°C. Gerjun ætti að hefjast innan 1-2 sólahringa.
  3. Það er mjög gott að sykurmæla og mæla hitann daglega og skrá það hjá sér því gerjunin gengur misjafnlega.

Þrep 2 – Seinni gerjun

Þegar sykurflotvoginn hefur náð 1010(10) eða minna, á 3 til 7 degi, þá er lögunin tilbúin til fleytingar. Athugið, því lægri herbergishiti því lengri gerjun.

  1. Fleytið löguninni varlega yfir í annað gerjunarílát (helst 23 lítra glerkút) og skiljið botnfallið eftir(fyrir glerkút, ekki fylla hann upp í topp).
  2. Munið að hafa alltaf vatn í vatnslásnum og hafa hann á gerjunarílátinu nema þegar þið eruð að vinna við það.
  3. Hafið gerjunarílátið áfram í gerjunarhita(18-24°C) í u.þ.b. 7 til 12 daga til að klára gerjun. Það þarf ekkert að eiga við lögunina á þessum tíma. Á þessum tíma er gott að sykurmæla annan hvern dag.

Þrep 3 – Stoppa gerjun

Eftir 7-10 daga á að sykurmæla vínið. Mælirinn ætti að sýna 996(-4) eða minna, ef ekki látið þá vínið standa í 2-4 dögum lengur og mælið aftur. Áður en haldið er áfram þarf vínið að vera sem næst þessu marki.

  1. Leysið upp innihald poka merktum „Potassium Metabisulphide“ með því að hella því út í lögunina og hræra vel í 1-2 mínútur. Hellið síðan innihaldi poka merktum „Potassium Sorbate“ með því að hella því út í lögunina og hræra vel í 2-3 mínútur.
  2. Ef það fylgir poki merktur “F” með víngerðarefninu. (Fyrir glerkút þá takið 500 ml úr kútnum og geymið til að fylla upp í hann í lið 5 hér á eftir). Hristið pokann, takið tappan af og hellið í gerjunarílátið. Hrærið mjög vel. Mælið með sykurflotvoginni og nú ætti hún að sýna 998(-2) til 1007(7) eftir tegundum.
  3. Hristið vel 2-3 á dag í einn til tvo daga, eða þangað til öll kolsýra er farin úr löguninni. Ef hrært er með vél, þar til gerðri hræru, skal hræra á miðlungs hraða í 5 mínútur.
  4. Hristið poka merktum „Chitosan“ eða „Ichtyocolle“(Isinglass/Isokleer), klippið hornið af pokanum og hellið út í gerjunarílátið og hrærið vel í 2-3 mínútur.Látið nú lögunina falla og ”tæra sig” í u.þ.b. 7-14 daga. Munið að athuga að vatnið sé nóg í vatnslásnum.
  5. Bara fyrir glerkúta. Setjið nú vínið sem þið geymduð út í glerkútinn þangað til það eru u.þ.b. 5-10 cm upp í hálsinn á glerkútnum. Athugið að það sé nóg vatn í vatnslásnum og gúmmitappinn vel fastur. Látið standa og falla í u.þ.b. 7-14 daga.

Þrep 4 – Felling og átöppun

Eftir 7-14 daga ætti lögunin að vera nokkuð vel fallin en það er mjög gott að fleyta víninu á þessu stigi. Ef sía á vínið á að bíða í u.þ.b. 2 vikur í viðbót og sía það síðan.

  1. Fleytið víninu varlega í vel sótthreinsað gerjunarílát(helst glerkút). Látið falla í 2 vikur og þá ætti vínið að vera tært.
  2. Eftir þessar 2 vikur takið þá sýnishorn í glas og fullvissið ykkur um að vínið sé tært með að bera glasið upp að sterku ljósi og sjá hvort það er ský í því ennþá. Ef ykkur finnst það ekki tært þá bíðið viku í viðbót eða hafið samband við næsta söluaðila Ámunnar og fáum upplýsingar um síun eða fellingu. Vinsamlegast athugið til þess að þyrla ekki upp botnfallinu í gerjunarílátinu þegar fleytt er á flöskur er mjög gott að fleyta víninu yfir á annað gerjunarílát til að hafa ílátið botnfallslaust og setja það svo beint yfir á flöskur.

Ef geyma skal vínið í 6 mánuði eða lengur er mjög gott að bæta við 1 teskeið af potassium metabisulphide í þrepi 3. Vínið mun batna verulega við geymslu á flösku næstu 6-12 mánuði. Bleytið ekki korktappana áður en þeir eru settir í flöskurnar og bíðið með að leggja þær á hliðina í 2 daga þannig að korkurinn fái að jafna sig og túttna út í flöskustútnum en þá ætti ekki að leka úr flöskunni.

 
Prentvæn útgáfa