Vin d´Or 5L

Með öllum rauðvínum fylgir ger, gerstopp og eikarspænir.

Með öllum hvítvínum fylgir ger, gerstopp, felliefni (2 pokar) og eikarspænir. Athugið að eikarspænir fylgir ekki Piesporter.

Sótthreinsið gerjunarílát og öll áhöld áður en hafist er handa

Hellið þykkninu í gerjunarílátið. Blandið 18 lítrum af vatni samanvið. Til að fá bragðmeira vín, minnkið vatnsmagnið um 1 til 2 lítra.

Bætið gerinu (poki E) útí.

Komið ílátinu fyrir í 20-25°C hita, lokið vel og setjið vatnslásinn á sinn stað. Sjáanleg gerjun ætti að vera komin í gang á næstu tveimur dögum.

Þegar sykurmæling er komin niður fyrir 1.000, er vínið næstum fullgerjað.

Rauðvín telst vera

  • Sætt: á bilinu 1.000 til .998
  • Milli: á bilinu .997 til .995
  • Þurrt: á bilinu ..994 og lægra

Hvítvín telst vera

  • Sætt: á bilinu 1.005 til 1.000
  • Milli: á bilinu .999 til .996
  • Þurrt: á bilinu .995 og lægra

Þegar æskilegu marki er náð er víninu fleytt yfir á hreinan kút. Síðan er gerstoppinu (poki H) og eikarspænunum stráð yfir, og kúturinn hristur. Hrista þarf kútinn tvisvar til þrisvar á dag þar til öll kolsýra er horfið úr víninu, þetta tekur yfirleitt tvo til þrjá daga.

Ef um hvítvín er að ræða þá þarf, þegar allt gos er farið úr víninu, að setja felliefnið út í (poka J & K) og hrista einn dag í viðbót.

Að þessu loknu er vínið látið falla í ca. 14 daga, eða lengur.

Þegar vínið er orðið alveg tært, er komið að því að fleyta því á flöskur.

 
Prentvæn útgáfa