Gerjunarsett

Gerjunarsett

Ámu-Gerjunarsett er fyrir 25L lögun af heimagerðu víni, öll berja-, fífla- og rabbabaravín. Athuga skal að ekki má nota saft sem inniheldur rotvarnarefni.

Hráefni: Í Berjavín fara 10L af hrásafti eftir að hratið hefur verið tekið frá og 5 kg af sykri.
Í Rabbabaravín fara 15 kg af hráefninu og 5 kg sykur.
Í Fíflavín 15L og 5-6 kg sykur, 10 sítrónur, 6 appelsínur, 750 ml grapeþykkni eða 2 kg rúsinur. (Tína blómin í þurru sólarveðri þegar þau eru vel opin). Gamalt húsráð segir að gott sé að bæta 3 mauksoðnum bönunum út í þegar sykurinn er leystur upp en skiptar skoðanir eru um ágæti þess.

Upplýsingar um íblöndunarefni: Vínger og gernærir (Poki A): Þetta er einstaklega sterkt og virkt ger sem kemur erfiðistu hráefnum af stað. Nægir í 25 lítra og notað til léttvínsgerðar. Gernæririnn örvar safa, sem lengi er að taka við sér, til að gerjast betur. Gerstopp, brennisteinn E224 og kalíumsorbat E202 (Poki B): Notað til að stöðva vínið á því bragð- og styrkleikastigi sem óskað er. Stöðvar gerjunina og varðveitir bragð vínsins og lit. Einnig rotvörn. Í nægjanlegu magni kemur það í veg fyrir að ger geti starfað en minna magn þarf til rotvarnar. Hjálpar þannig upp á endingu vína með því að verja það gegn villigerlum, víngerlum og öðrum skemmdum. Víntærir, felliefni (Pokar C&D): Kieselsól(Poki C) og Chitosan(Poki D). Þetta er tveggja þátta efni sem nota á ef vínið verður ekki tært af sjálfu sér. Þetta er mjög áhrifaríkt efni og árangur næst á 1 sólarhring. Vínsýra (Poki F): Gerir safann súran. Nauðsynlegt að nota ef um krækiberja- og rabbabaravín er að ræða. Pectolase, tærleikahvati (Poki P): Er notað til að skerpa bragð, lit og safanýtingu úr ávöxtunum. Hvatinn flýtir einnig tærleikaferlinu.

Upplýsingar um íblöndunarefni sem nauðsynlegt er að nota í Rabbabaravín en fylgir ekki þessu gersetti: Krít (Vínarkalk): Calsium Carbonate. Notað til að fjarlægja Oxalsýru.

Gott efni en ekki nauðsynlegt: Bentonit: Náttúrulegur leir sem notaður er til að fella út ger og ýmis prótein sem gera gerjaðan vökva skýjaðan. Aðferð!

1.590
IA06301
 
Prentvæn útgáfa