MiniBrew

Það hafa orðið stórstígar framfarir í heimabruggun á síðustu árum. Með tilkomu Braumeister, Grainfather, Brewster, Robobrew, Pico brew, Brewy og svo mætti lengi telja. Þá hafa þessi tæki bylt heimabrugginu svo um munar en ég ætla að leyfa mér að segja að ekkert af fyrrnefndum tækjum hefur og mun bylta heimabrugginu eins mikið og græjan frá Minibrew.io. Minibrew er ekkert annað en risa bylting í heimabruggun, sem og fyrir fagfólk. Þeir eru svo sannarlega búnir að hækka standardinn í heimabrugginu

Tækið er einstaklega vel gert, með viðar ramma sem umlykur botn, bakhlið og topp. Það finnst strax að tækið er traust og muni ekki brotna við minnstu snertingu. Alla íhluti er auðvelt að meðhöndla hvað varðar að tengja og þrífa. Það er aðeins einn hnappur á grunnstöðini, sem og kútunum. Það er ekki hægt að stjórna Minibrew vélini nema með Iphone app-inu eða vef gátt. Það er óhætt að segja að, tækið er einstaklega fallega hannað og er augljóst að þeir hafa lagt mikið í hönnunina á tækinu, gert til að endast. Auglýsing

Tækið er 58x48x30 (hæð, lengd, breidd) þar sem það er breiðast, kúturinn er 45x46x40 (hæð, lengd, breidd). Tækið passar í flestum tilfellum ekki undir skápana í eldhúsinu, en það sómir sér vel og lítur einstaklega vel út á opnum bekk eða eldhús eyju (passaði reyndar ljómandi vel á eldavélina heima hjá mér þar sem hávurinn er hærri en skáparnir).

Tækið gerir svo allt frá A – Ö. Meskir, skolar kornið (sparge), sýður, humlar og hvað eina. Jafnvel þryfin eru sjálfvirk. Það sem áður tók marga klukkutíma er nú orðið að nokkrum 10 mínútna verkum að setja upp og stilla, vélin sér um rest.

Með þessu tæki, þá er verið að leitast eftir að brugga sömu gæða bjórana og brugghúsin gera, að hafa sagt það, þá skal þó hafa í huga að, gæðin velta á hreinlætinu (sem er ávalt númer 1, 2 og 3 þegar kemur að bruggun), hráefni og s.frv.

Skoða nánar!

English!

 
Prentvæn útgáfa