Víngerðarnámskeið

Víngerðarnámskeið - skráning


Námskeið eru haldin eftir samkomulagi þegar næg þátttaka fæst. Það fer fram í Ámunni að Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík.

Námskeiðið hentar vel fyrir einstaklinga, litla hópa og klúbba.

Námskeiðið stendur yfir í um 1 klukkustund.

Á námskeiðinu fá þátttakendur leiðsögn um hvernig eigi að búa til sitt eigið gæðavín, góð ráð og skilgreiningar á efnum sem notuð eru við víngerð, jafnframt því að fylgjast með hvernig framkvæma á víngerðina.

Innifalið í verði eru þau áhöld sem nauðsynleg eru til heimavíngerðar. Þá fá þátttakendur 20% afslátt af öllum vörum í verslun Ámunnar á námskeiðskvöldi.

Námskeiðsgjald er aðeins kr. 13.990.- en það er sama verð og byrjendapakki kostar án námskeiðs.

Ef áhaldapakkinn er ekki tekinn þá kostar kr. 4.990.-

Þú skráir þig hér að neðan en til þess að staðfesta skráningu þá millifærirðu þátttökugjaldið á eftirfarandi reikning: 0565-26-011121, kennitala: 501006-1490 og sendir kvittun á aman@aman.is.

Skráðu þig hér.

ATH. greiðsla þarf að berast sólarhring fyrir námskeiðið.

CAPTCHA Image
 
Prentvæn útgáfa