Stefna
Áman er elsta og stærsta víngerðarverslun Íslands. Áman rekur verslun auk þess að selja til endursöluaðila um allt land. Kjarnastarfsemi Ámunnar byggist á því að flytja inn og selja víngerðarefni og allt sem tengist því. Stoðstarfsemi Ámunnar byggist á því að selja ýmsa gjafavöru og búnað sem tengist víni og framleiðslu þess. Auk þess að selja ýmsar umbúðir til endursöluaðila.
Aðalmarkmið Ámunnar er að veita viðskiptavinum faglega og góða þjónustu í gegnum netið og verslun. Selja einungis fyrsta flokks vörur á góðu verði og fjölga þannig virkum og traustum viðskiptavinum. Lögð er áhersla á að halda uppi öruggu og markvissu viðskiptasambandi við viðskiptavini.
Einnig er lögð áhersla á að styrkja kjarnastarfsemi Ámunnar með reglulegum auglýsingum og góðum tengslum við endursöluaðila svo og að efla stoðstarfsemina með því að flytja inn og selja tengdar vörur.
Það er stefna Ámunnar að verða fyrsti kostur þeirra sem stunda víngerð eða selja víngerðarefni til viðskiptavina. Einnig þeirra sem halda veislur. Áhersla er lögð á gæðavöru og góða þjónustu.