Þinn Eiginn Bjór

TinnEiginBjor-175x208

Þinn eigin bjór

Lærðu að brugga úrvalsöl, lagera og hveitibjóra – auk ljúffengra krydd- og ávaxtabjóra. Þinn eigin bjór geymir 100 bjóruppskriftir úr víðri veröld, auk fjölda bruggráða og litmynda af endanlegum afurðum.

Ljósmyndir leiða þig skref fyrir skref í gegnum allt bruggferlið – hvort sem þú ert algjör nýgræðingur eða hefur reynslu af bjórgerð.

Uppskriftirnar henta allar fyrir kornbruggun og í mörgum þeirra eru veitt ráð ef nota á ólíkar gerðir maltþykknis í staðinn.

Fjallað er ítarlega um búnað og hráefni. Þinn eigin bjór er því fróðleiksnáma um allt sem þarf til að brugga hinn fullkomna bjór.

Guðni Kolbeinsson þýddi.

6.290
F223566

Ekki til á lager

 
Prentvæn útgáfa