4-8 VIKNA VÍNGERÐARSETT

HSE, CLA, ORG & RES.

Leiðbeiningar fyrir víngerð (4-8 vikur) - Einföld skref.

1. Gerjun (Dagur 1).

1. Hreinsið tæki og ílát: Þrífið og sótthreinsið allt sem notað er.

2. Bætið 2-4 lítrum af heitu vatni í gerjunarílát og hrærið innihaldi pakka #2 (bentonite) saman við.

3. Hellið djúsnum (úr stóra pokanum) í ílátið og hreinsið pokann að innan með vatni.

4. Fyllið upp í 23 lítra með köldu vatni og hrærið.

5. Ef eikarflögur eða duft fylgir, bætið þeim við núna (ekki kubbum).

6. Skráið sykurmælingu með sykurflotvog (valfrjálst).

7. Sáldrið gerinu yfir lögunina. Ef það eru tveir pakkar af geri, notið báða.

8. Lokið ílátinu með vatnslás og geymið við 20-25°C.


2. Stöðvun gerjunar og kolsýrutæming (Dagur 14).

1. Mælið með sykurflotvog: Ef lögunin hefur ekki náð réttu gildi, bíðið 48 klst og mælið aftur.

2. Fleytið víninu yfir í hreina 23 lítra glerflösku.

3. Bætið við efnum úr pokum (Potassium Metabisulfite og Potassium Sorbate).

4. Hrærið vel eða notið borvél til að losa kolsýru úr víninu.

5. Hrærið innihald pokans #5 Kieselsol saman við (ef tveir pokar, notið aðeins einn núna).

6. Lokið flöskunni með vatnslás og látið standa í 24 klst.


3. Felling (Dagur 15 og áfram).

1. Bætið innihaldi minni pokans (ef hann fylgir) saman við vínið.

2. Hrærið innihald pokans #6 Chitosan út í.

3. Ef annar poki af #5 Kieselsol fylgir, bætið honum við núna.

4. Ef eikarkubbar fylgja, bætið þeim við núna.

5. Geymið flöskuna við 20-25°C í samræmi við fellingartímann hér að neðan: o 4 vikur: 14 dagar o 5 vikur: 20 dagar o 6 vikur: 27 dagar o 8 vikur: 41 dagur

6. Snúið flöskunni varlega eftir 5 daga til að losa efni af hliðum flöskunnar.


4. Grugghreinsun og öldrun (Dagur 30).

1. Ef vínið er ekki orðið tært, bíðið í 7-14 daga.

2. Fleytið vínið yfir í hreina flösku og skiljið botnfallið eftir.

3. Ef sía á vínið, gerið það núna (aldrei sía skýjað vín).

4. Látið vínið standa í flöskunni í 2 daga ef það er ekki síað.


5. Setjið á flöskur.

1. Fleytið vínið í hreinar, sótthreinsaðar flöskur og lokið með korktöppum.

2. Látið flöskurnar standa í 3 daga til að korktapparnir tútni út.

3. Geymið flöskurnar á hliðinni til að halda korknum rökum.

 
Prentvæn útgáfa