Solomon Grundy 1L
7-10 daga víngerðarefni.
Hreinsið áhöld og tæki fyrir notkun. Við mælum með IP-5 klórsóda.
Blöndun og gerjun.
Hellið 5 lítum að soðnu (sjóðandi heitu) vatni í gerjunarílátið. Leysið 3 kg af sykri fyrir hvítvín og rósavín eða 4 kg af sykri fyrir rauðvín í vatninu. Þegar sykurinn hefur verið leystur upp þá hellið úr brúsanum með víngerðarefninu út í (ekki setja poka merktan Wine flavour sachet út í á þessu stigi) og skolið brúsan vel til að nýta efnið til hið ýtrasta. Fyllið nú gerjunarílátið með köldu vatni þar til 22,5 lítra markinu er náð og setjið poka Wine yeast og Yeast nutrient út í og hrærið vel. Setjið vatnslásinn á gerjunarílátið og komið því fyrir þar sem hiti er um 24-30°C (76°-86°F). Gerjunin ætti að taka u.þ.b. 5 daga en er lengur eftir því sem hitastigið er lærra.
Gerjunarlok.
Það er betra að hafa sykurflotvog til að mæla sykurmagn í leginum og hvernig gerjun gengur. Þegar mælirinn sýnir undir – 5 þá ert þú tilbúinn til að halda áfram. Ef þú átt ekki sykurflotvog þá verður þú að bíða þangað til það hættir að búbla í vatnslásnum og smakka þá vínið til að vera viss um að það sé orðið þurrt áður en við setjum gerstoppið í. Þú skalt ekki halda áfram nema þú sért viss um að gerjun sé lokið.
Þegar gerjun er lokið setjum við poka Stabiliser og Wine Finings A (setjið líka poka sweetener ef þið eruð að gera medium sweet white wine vín). Hrærið rösklega í u.þ.b. 2 mínútur til að losa kolsýruna úr víninu sem er mjög mikilvægt til að geta fellt (tært) vínið á sem skemmstum tíma. Látið standa í 1 tíma. Athugið að þegar “stabiliser” er sett út í vínið myndast gas, forðist að anda því að ykkur.
Eftir 1 tíma.
Bætið poka Wine finings B og hrærið rólega í 30 sekúndur. Bíðið svo í 1 tíma og hrærið Wine finings A og poka Wine compound og hrærið varlega í 30 sekúndur. Látið svo gerjunarílátið á þann stað sem þið hafið það á þegar setja skal á flöskur og venjulega tekur það vínið u.þ.b. sólahring að tæra sig.
Þegar vínið er tært.
Fleytið víninu varlega í annað gerjunarílát og varist að grugga upp í víninu. Nú ættir þú að vera tilbúinn að sæta vínið ef þér finnst það of þurrt. Við mælum með að þú takir u.þ.b. ½ lítra af víninu, velgja það á hellu, leysa 200 gr af sykri upp í því og smá saman bæta út í alla lögunina og hræra vel á milli og smakka þar til þér finnst nóg komið. Athugið að það er alltaf hægt að sæta vín en ef það verður of sætt er ekki hægt að gera það þurrara.
Nokkur góð ráð.
Gerjunarhiti: Best er að vera með 21-26°C (70-79°F). Hærri hiti þýðir verra vín vegna gerjunarhraða. Hiti má fara niður í 15°C (59°F) en þá tekur gerjunin mun lengri tíma
Sótthreinsun: Það er mjög mikilvægt að sótthreinsa öll áhöld og tæki fyrir notkun. Við mælum með IP-5 klórsóda.
Fleyting: Það er mjög mikilvægt að vera með rétt áhöld. Hævert (fleytir) er slanga með “gildru” neðst þar sem vínið fer ofan í “gildruna” en ekki upp undir endan og skilur þar með allt grugg og önnur óhreinindi eftir í botninum í stað þess að vera eins og ryksuga.
Átöppun: Þegar vínið er orðið tært er það sett á flöskur eða Bag In Box (beljur). Munið að sótthreinsa flöskurnar vel og svo er vinið sett á og það á að vera u.þ.b. 5 cm pláss efst fyrir korktappa og smá loft. Ef vínið er sett á Bag In Box (belju), 5 lítra álpoka þá er hann fylltur eins og hægt er og reynt að lofttæma þegar tappinn er settur á. Velja skal góða og stóra korktappa ef vínið á að geymast lengi og best er að láta flöskurnar standa í 1-2 sólahringa eftir að korktappinn er settur í. Það er gert til að korkurinn nái að þenjast út. Eftir 1-2 sólahringa er nauðsynlegt að vínflöskurnar séu geymdar á hliðinni þannig að korkurinn haldist rakur.
Vandamál: Ef það lítur út fyrir að gerjun hafi ekki byrjað (ekkert bubl í vatnslásnum) þá skal athuga hvort það sé froða eða kolsýrumyndun (eins og loftbolur stigi upp ) í kútnum. Ef svo er hefur gerjun hafist en kúturinn að öllum líkindum óþéttur.
Ef þú ert ekki viss hvort gerjun sé lokið og átt ekki sykurflotvog þá getur þú beðið í nokkra daga í viðbót og smakkað á víninu (það skaðar ekki þótt það sé gruggugt) og ef það er orðið þurrt þá ætti það að vera tilbúið.
Ef gerjun hefur ekki lokið á 5 dögum þá er það spurning um hitastig í herberginu eftir því sem það er lægri hiti því lengur er vínið að gerjast. Passið bara að setja ekki Stabiliser út í fyrr en þið eruð viss um að gerjun sé lokið.
Ef vínið vill ekki tæra sig þá getur verið að hitastigið í herberginu sé of hátt (því kaldara því fljótar að falla) eða að það sé kolsýra í víninu. Venjulega fellur vínið á nokkrum dögum og það gerir ekkert til að gefa því lengri tíma á þessu stigi.