Víno Ego 5L

Undirbúningur

Notið viðurkennt hreinsiefni á öll tæki sem mögulega komast í snertingu við vínið. Best er að nota IP-5 Klórsóda. Hreinsið vandlega eftir notkun með köldu vatni. Til að gera 28 flösku lögun skal fyrst setja 4 lítra af soðnu vatni í gerjunarílátið. Hella næst 10 litrum af köldu vatni saman við.

Næst er ávaxtaþykkninu helt saman við og hrært vel í. Fara skal í botninn með sleifina til að tryggja að þykknið þynnist vel út. Bætið við köldu vatni til að ná 23 lítrum. Hrærið vel í öllu og mælið hitan í leginum. Ef hitinn fer yfir 27° C þarf að lát lögunina kólna niður. Best er að lögunin sé ekki heitari en 25°C. Bætið nú innihaldi poka A út í og hrærið eða hristið ílátið. Setjið vatn í loftlásinn og setjið hann á gerjunarílátið. Gætið þess að hafa gerjunarílátið á stað sem er öruggur gagnvart skemmdum s.s. parketgólfi eða húsgögnum sem ekki þola raka.

Gerjun

Heppilegast er að hafa jafnan umhverfishita og forðast hitasveiflur á þeim stað sem gerjun fer fram. Hiti á legi skal vera 20-24°C. Mikilvægt er að halda jöfnum hita á löguninni og kanna hitastig reglulega með mæli. Eftir 1 eða 2 daga ætti gerjun að vera hafinn. Það má greina með hljóði úr gerjunarílátinu og eða loftbólum í gegnum loftlásinn. Hreyfing á gerjunarílátinu er til bóta á gerjunartímanum, gott að hrista það daglega. Gerjun getur verið kröftug einkum ef um rauðvín er að ræða, lögurinn getur borist uppí loftlásinn. Við slíku ástandi skal bregðast með því að kæla umhverfið niður og fjarlægja loftlásinn og þekja gatið með klút þar til gerjun róast. Þrífa skal loftlásinn og setja hann aftur á gerjunarílátið. Vínið verður þurrar eftir því sem lengra líður á gerjunartímann. Þegar vínið er orðið þurrt, samkvæmt því sem óskað er, er tími kominn á að stöðva gerjunina. Við venjulegar aðstæður tekur það löginn u.þ.b. 10 til14 daga að ná þeim áfanga, lægri umhverfishiti lengir þann tíma. Heppileg aðferð til að meta þetta ástand er þegar 30 sekúndur líða milli loftbóla í loftlásnum. Best er þó að nota sykurflotvog og mæla ástand lagarins með henni. Látið vínið vera í gerjunarílátinu þar til þessum áfanga er náð. Ef óskað er eftir mjög þurru víni þarf vínið að vera lengur í ílátinu, takið prufu á víninu með smökkun. Ef vínið er of sætt þarf að framlengja gerjun þar til vínið er orðið hæfilega þurrt. Ef vínið er orðið hæfilega þurrt eða of þurrt (frekar skarpt eða þunnt) getur þú farið í næsta áfanga. Ef notuð er sykurflotvog þá er vín skilgreint sem sætt við þyngdina 1010, meðal þurrt við 1000 og þurrt fyrir neðan 1000 þegar miðað er við bragð. Bragð vínsins er í ykkar höndum (sjá kaflann um “sætun“).

Gerjun stöðvuð

Bætið innihaldi poka B út í vínið. Til að losa alla kolsýru úr leginum þarf að hrista ílátið 2 til 3 á dag næstu 2 til 3 daga. Fjarlægið loftlásinn og haldið fyrir opið á meðan ílátið er hrist. Setjið loftlásinn á sinn stað þegar búið er að hrista ílátið. Athugið að heppilegra er að rugga kút með 23 lítra lögun kröftuglega í stað þess að taka hann upp og hrista.

Felling

Bætið poka C út í vínið, hrærið vel, og látið standa í minnst 3 klukkustundir. Bætið við innihaldi poka D og hristið eða hrærið varlega nokkra sekúndur. Látið síðan ílátið standa í köldu rými, gætið þess að hafa ílátið upp á borði, þannig að mögulegt sé að fara í næsta áfanga án þess að rót komi á vínið. Þegar vínið er orðið tært (getur gerst á 4 til 10 dögum) er mögulegt að færa það í annað ílát með fleytingu sem er best áður en því er síðan tappað á flöskur eða vínkassa. Gætið þess að rennslið á fleytingunni verði samfellt.

Sætun

Sæta má vín með viðbættum sykri eða nota sykurlög sem gerður er á eftirfarandi hátt: Setjið 225g af sykri og ¼ teskeið af sírónusýru í 140 ml af vatni.

 
Prentvæn útgáfa