Bjór

Bjórgerð

Leiðbeiningar fyrir bjórgerð – einföld skref.


1. Undirbúningur.

• Sótthreinsið allt sem kemst í snertingu við bjórgerðina (áhöld, ílát, flöskur). Notið IP-5 klórsóda og skolið vel.


2. Blöndun.

1. Leggið dósina eða pokan með innihaldinu í heitt vatn til að mýkja hana.

2. Hellið innihaldinu í gerjunarílát og skolið með vatni.

3. Bætið við 1 kg kornsykri og 2-3 lítrum af sjóðandi vatni. Hrærið þar til allt er uppleyst.

4. Fyllið ílátið með köldu vatni að 25 lítra markinu. Hitastig ætti að vera 20-25°C.

5. Sáldrið gerinu yfir lögunina. Setjið vatnsfylltan loftlás á lokið.


3. Gerjun.

• Geymið við 18-25°C í 5-10 daga.

• Gerjun er lokið þegar sykurmæling er stöðug í 2 sólarhringa (oft 1010-1005).


4. Fleyting og eftirgerjun.

1. Fleytið bjórnum í hreinan kút.

2. Hrærið 160g kornsykurs saman við bjórinn.

• Ef sykur er settur í hverja flösku: 1 tsk/lítra.

3. Fleytið í flöskur og lokið.

4. Látið flöskur standa við stofuhita í 5-7 daga til eftirgerjunar.


5. Lagerun.

• Látið bjórinn þroskast í 15-30 daga. Þetta bætir bragðið.

 
Prentvæn útgáfa