Chateau 1L (Concentrate)
7 daga víngerð
Leiðbeiningar fyrir víngerð – einföld skref.
1. Hreinsun og undirbúningur.
• Sótthreinsið öll áhöld og ílát með IP-5 klórsóda og skolið vel með köldu vatni.
2. Blöndun.
1. Hellið 5 lítrum af heitu vatni í gerjunarílát og leysið upp 3-4 kg sykur.
2. Bætið við vínþykni og fyllið ílátið upp í 23 lítra með köldu vatni.
3. Bætið innihaldi poka nr. 1 út í og hrærið.
4. Lokið ílátinu með vatnslás og geymið við 20-25°C. Gerjun hefst innan 1 sólarhrings.
3. Gerjun.
Sykurflotvog ætti að sýna -5 áður en gerjun er stöðvuð.
4. Stöðvun gerjunar.
1. Setjið innihald poka nr. 2 út í.
2. Flytjið ílátið á kaldari stað og látið standa í 1 dag.
3. Hristið ílátið vel eða hrærið í ílögn til að losa alla kolsýru úr víninu.
5. Felling.
1. Bætið við innihaldi poka nr. 3 og hrærið.
2. Bætið við innihaldi poka nr. 4 og hrærið.
3. Látið ílátið standa óhreyft í 1-2 daga til að vínið falli.
6. Fleyting.
• Þegar vínið er tært, fleytið því varlega yfir í hreint ílát með fleytislöng án þess að taka botnfall með.
7. Sæting og lokahandtök.
1. Ef poki nr. 9 fylgir, bætið honum við og hristið.
2. Smakkið vínið og bætið smám saman við sykur ef óskað er eftir sætara víni.
3. Ekki sæta vínið fyrr en það er tært og tilbúið.