Chateau/Party Dried Fruits

Hreinlæti

Til að ná allra mesta árangri er mjög mikilvægt að sótthreinsa öll ílát og áhöld í hvert sinn sem þau eru notuð. Best er að nota klórsóda (IP-5). Eftir sótthreinsun skal skola vel 2-3 sinnum með köldu vatni.

Aldrei nota sápu, eða önnur hreinsiefni ætluð til heimilisnota, þar sem þessi efni geta skemmt vínið og jafnvel drepið gerið.

A

Leysið upp 2 kg af sykri í 4 lítrum af heitu vatni, hellið þurrkuðu ávöxtunum útí og leyfið blöndunni svo að kólna niður í 30 °C og hellið þvínæst yfir í gerjunarílátið.

B

Hellið innihaldi poka A útí gerjunarílátið.

C

Hellið innihaldi poka nr. 1 í vökvann og hristið vel.

D

Bætið 12 lítrum af 25 °C vatni í gerjunarílátið og hristið vel

E

Lokið ílátinu og setjið vatnslás í. Vatnslásinn skal hafður í ílátinu þangað til vínið er komið á flöskur. Hitastig fyrir gerjunina skal vera á bilinu 23-25 °C. Gerjun hefst yfirleytt innan sólarhrings.

Gerjun

Eftir sólarhrings gerjun, leysið upp 2kg (3 kg fyrir Kiwi) af sykri í 3 lítrum af heitu vatni og látið kólna niður í 25 °C áður en því er hellt út í gerjunarílátið. Hristið vel og munið að setja vatnslásinn aftur á sinn stað. Meðan á gerjun stendur er gott að hrista gerjunarílátið á hverjum degi til að losa koltvísýring úr víninu og þarmeð hjálpa gerinu að vinna. Þegar lengra líður á gerjun lengist bilið milli loftbólanna í vatnslásnum.

G

Þegar að minnsta kosti 1-2 mínútur eru á milli loftbólanna í vatnslásnum, bragðið á víninu. Ef það er sætt, bíðið þá með að stöðva gerjun þar til þurrara bragð er af víninu, og haldið þá yfir á næsta stig. Vínið skal ná -5 á sykurflotvog áður en gerjun er stöðvuð.

Gerjun stöðvuð

H

Fleytið víninu nú yfir í annað hreint gerjunarílát. Gætið þess að hreyfa ekki við botnfallinu. Hellið innihaldi poka nr. 2 í vínið og hristið kröftuglega. Flytjið ílátið á kaldari stað, helst 10-15 °C. Hristið gerjunarílátið nokkrum sinnum næsta sólarhringinn, til að losa allan koltvísýring úr víninu. Lengið þennan tíma eftir þörfum, ef ekki hefur tekist að losa allan koltvísýringinn úr, því ef hann er enn að finna í víninu, fellur vínið ekki vel.

Felling

I

Hellið innihaldi poka nr. 3 beint út í vínið, og hristið kröftuglega.

J

Hellið innihald poka nr. 4 út í vínið og hristið kröftuglega.

K

Ílátið á nú að fá að standa óhreyft í 1-2 daga svo vínið geti fallið. Best er að hafa það uppi á borði eða slíku til að þurfa ekki að hreyfa það þegar að fleytingu kemur.

L

Eftir 3-4 daga þegar vínið er orðið tært skal fleyta því yfir í annað ílát.

Smökkun og lokahandtök

M

Hellið innihaldi poka nr. 9 (eingöngu ákv. tegundir) út í vínið og hristið. Bragðið á víninu og ef óskað er eftir sætara víni skal leysa upp sykur í víninu. Til að vínið verði ekki of sætt, setjið eingöngu lítið sykurmagn út í í einu. Öruggari aðferð við að sæta vín er að nota sykurflotvog.

Sæting með sykurflotvog

N

Ekki er æskilegt að sæta vínið fyrr en það er tilbúið og orðið tært. Fylgist með sætunni á sykurflotvog og æskilegt er að vínið sé innan eftirfarandi marka:

Vín Sæta
Hvidvin milli + 5 til + 10
Mosel + 0 til - 5
Rosé + 5 til + 10
Rod Bordeuax - 5 til + 1
Kiwi + 20 til +25
Fersken - 5 til + 5
Abrikos - 5 til + 1
Hawaii Dream + 5 til + 10
Tropical + 5 til +10
Hindbær + 5 til + 10
Jordbær + 5 til + 10

Ef þú vilt hafa vínið þitt einhvern veginn öðruvísi en taflan segir til um getur þú að sjálfsögðu haft það annað hvort þurrara eða sætara.

O

Vínið er nú tilbúið. Við mælum þó með að þú leyfir víninu að standa 1-2 vikur áður en þú tappar því á flöskur.

Átöppun

R

Flöskur skal þrífa eins og gerjunarílátin, og skola vel með köldu vatni á eftir.

S

Öll vín batna mikið við að þroskast. Þau batna verulega fyrstu 3-6 mánuðina. Mælt er með að láta flöskurnar liggja á þurrum og svölum stað (10-15 °C)

 
Prentvæn útgáfa