Nonne Noir 5L

Vínþykkni

Nonne Noir 5L – Leiðbeiningar.

1. Sótthreinsið öll áhöld og ílát í fyrir notkun. Þetta er hægt að gera með IP-5 klórsóda eða öðrum sótthreinsandi efnum ætluðum fyrir víngerð. Eftir sótthreinsun skal skola vel 2-3 sinnum með köldu vatni. Aldrei nota sápu, eða önnur hreinsiefni ætluð til heimilisnota.

2. Hellið 5 lítrum af heitu, soðnu vatni í gerjunarílátið. Fyrir sterk vín eins og Portvín, leysið upp 1,5kg af sykri með því að hræra vandlega saman. Hellið vínþykkninu í gerjunarílátið. Bætið við köldu vatni út í blönduna til að ná 20 til 23 lítrum og hristið/hrærið vel. Á þessu stígi er hægt að finna út með sykurflotvog hver styrkleiki vínsins verður. Hellið innihaldi poka nr. E saman við og hristið/hrærið vel.

3. Lokið ílátinu og setjið vatnslás í. Vatnslásinn skal hafður í ílátinu þangað til vínið er komið á flöskur. Hitastig fyrir gerjunina skal vera á bilinu 22-25 °C. Gerjun hefst yfirleytt eftir 1 til 2 daga.

4. Eftir ca 10 til 20 daga(15 til 30 daga ef um sterk vín er að ræða), skal nota sykurflotvog til að kanna ástand vínsins. Ef það er of sætt, bíðið þá með að stöðva gerjun þar til þurrara bragð er af víninu og haldið þá yfir á næsta stig. Vínið skal ná á bilinu 0 til -5 á sykurflotvog, upp á svarta skalann, áður en gerjun er stöðvuð.

5. Fleytið nú víninu yfir í annað hreint ílát. Nota skal hævert(fleytislöngu) og setja skal hann varlega í vínið til að hræra ekki upp botfallinu. Hellið innihaldi poka nr. H saman við og hristið/hrærið vel.

6. Fyrir hvítvín skal setja felliefnin út í núna. Hellið innihaldi poka nr. J beint út í vínið og hristið/hrærið vel og síðan innihaldi poka nr. K beint út í vínið og hristið/hrærið vel. Ef önnur efni, svo sem eik, fylgja víngerðarefninu, skal einnig bæta þeim út í vínið núna. Hristið ílátið eða hrærið í því nokkrum sinnum í 2 daga til að losa alla kolsýru úr víninu. Lengið þennan tíma eftir þörfum, ef ekki hefur tekist að losa alla kolsýru úr, því ef hana er enn að finna í víninu, fellur vínið ekki vel.

7. Fleytið nú víninu aftur í hreint ílát og látið það standa óhreyft í 2 til 5 daga svo vínið geti fallið. Ef hægt er, flytjið gerjunarílátið á kaldari stað, hitastig 10-15°C, það flýtir fyrir fellingunni. Best er að hafa það hátt upp, t.d. á borði, til að þurfa ekki að hreyfa það þegar að fleytingu kemur.

8. Þegar vínið er orðið kristaltært skal fleyta því yfir í annað ílát. Nota skal hævert og setja skal hann varlega í vínið til að hræra ekki upp botfallinu. Bragðið á víninu og ef óskað er eftir sætara víni skal leysa upp sykur í víninu. Til að vínið verði ekki of sætt, setjið eingöngu lítið sykurmagn út í í einu. Öruggari aðferð við að sæta vín er að nota sykurflotvog. Ekki er æskilegt að sæta vínið fyrr en það er tilbúið og orðið tært.

9. Nú má tappa víninu á flöskur eða belju(Bag In Box). Flöskur skal þrífa eins og gerjunarílátin og skola vel með köldu vatni á eftir. Öll vín batna mikið við það að þroskast. Þau batna verulega á 2 til 3 mánuðum eða lengur. Mælt er með að láta flöskurnar liggja á þurrum og svölum stað. Vakni einhverjar spurningar á meðan víngerðinni stendur er sjálfsagt að hafa samband við Ámuna ehf og starfsmenn munu leiðbeina þér.

 
Prentvæn útgáfa