Solomon Grundy 1L
7-10 daga víngerð
Leiðbeiningar fyrir víngerð – einföld skref.
1. Undirbúningur.
• Hreinsið tæki: Notið IP-5 klórsóda til að sótthreinsa allt.
2. Blöndun og gerjun.
1. Hellið 5 lítrum af sjóðandi vatni í gerjunarílát.
2. Bætið við 3 kg sykri fyrir hvítvín/rósavín eða 4 kg sykri fyrir rauðvín. Hrærið þar til sykurinn er uppleystur.
3. Hellið innihaldinu úr víngerðarpakkanum í vatnið (ekki "Wine flavour sachet" ennþá) og skolið pakkann vel.
4. Bætið köldu vatni út í þar til blandan nær 23 lítrum.
5. Setjið pokana "Wine yeast" og "Yeast nutrient" út í, hrærið vel.
6. Setjið vatnslásinn á og geymið við 20-25°C. Gerjun tekur um 5 daga (lengur ef kaldara er).
3. Lok gerjunar.
• Notið sykurflotvog til að athuga að mæling sé undir -5, eða bíðið þar til það hættir að "bubbla" í vatnslásnum.
• Þegar gerjun er lokið, bætið við "Stabiliser" og "Wine Finings A" (og "Sweetener" fyrir sætt vín). Hrærið vel í 2 mínútur til að losa kolsýru. Látið standa í 1 klst.
4. Felling.
1. Eftir 1 klst, bætið við "Wine Finings B", hrærið í 30 sekúndur.
2. Látið standa í 1 klst og bætið við "Wine compound" og aftur "Wine Finings A". Hrærið í 30 sekúndur.
3. Látið vínið standa yfir nótt til að tæra sig.
5. Fleyting og sæting.
• Hellið víninu varlega í annað ílát án þess að grugga botninn.
• Til að sæta: Leysið 200 g sykur í ½ lítra af víninu og bætið því smám saman út í restina, smakkað á milli.
6. Átöppun.
• Þegar vínið er tært, setjið það á flöskur eða Bag-In-Box (beljur).
• Flöskur: Skiljið eftir 5 cm pláss fyrir korktappa. Látið flöskur standa í 1-2 daga áður en þær eru lagðar á hliðina.
• Bag-In-Box: Fyllið álpokana eins og hægt er og lofttæmið.
Góð ráð.
• Hitastig gerjunar: Best er 21-26°C. Of heitt=verra vín, of kalt=lengri gerjun.
• Sótthreinsun: Allt sem snertir vínið þarf að vera hreint.
• Fleyting: Notið fleytislöngut til að flytja vínið án þess að taka grugg með.
Vandamál:
• Engin gerjun: Athugaðu hvort sé froða eða loftbólur. Ef svo er, þá er kúturinn líklega ekki alveg lokaður.
• Ekki lokið gerjun: Bíðið nokkra daga og smakkið.
• Ekki tært vín: Kaldara hitastig hjálpar, og losið kolsýru betur.