Almennar

LEIÐBEININGAR - SELECTION 16L

• Vinsamlegast lestu allar leiðbeiningar áður en þú byrjar.

• Hreinsaðu allan búnað með lyktarlausu víngerðarhreinsiefni (sem söluaðili þinn mælir með) og skolaðu vandlega með heitu vatni til að fjarlægja allar leifar.

• Sótthreinsaðu búnaðinn með því að skola hann með metabísúlfít-lausn. Til að gera þessa lausn leysirðu upp 50 grömm (3 matskeiðar) af metabísúlfít-dufti í fjórum lítrum af köldu vatni. Þú þarft að dýfa búnaðinum í eða úða hann með þessari súlfít-lausn. Láttu drjúpa af þar til hann er þurr eða skolaðu með köldu vatni. Afgangslausn má geyma í vel lokuðu íláti í tvo mánuði.

• Notaðu gott drykkjarvatn með þessu setti. Ef þú ert ekki viss um gæði vatnsins skaltu nota flöskuvatn.

• Það geta verið margir pakkar af hverju efni í þessum pakka. Vinsamlegast bættu við öllum pökkum þegar mælt er fyrir um slíkt.

• Þetta sett getur innihaldið minni poka (F-pakka) sem þarf að nota eftir að gerjun hefur verið stöðvuð og áður en að fellingarferli kemur. Geymist á köldum, þurrum stað þar til þörf er á að nota. Bættu ekki innihaldi F–pakkans út í gerjunarílátið á fyrsta degi.

• Upphafshitastig vínsins er mikilvægt. Ef gerið er sett út í of kalda lögun þá verður engin almennileg gerjun né felling. Gakktu aftur úr skugga um að hitastig lagarins sé á bilinu 22°-24°C (72°-75°F) áður en þú bætir gerinu við.

• Vinsamlegast fjarlægðu kóðalímmiðann efst af boxinu og límdu hann á þessar leiðbeiningar eða á víngerðarskráningarbókina þína. Söluaðilinn þinn þarf upplýsingar sem eru á þessum límmiða ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir. Skrifaðu niður víngerðina og dagsetningu byrjunar.

Tegund víns: ______________________________

Dagsetning: ______________________________

BIRGÐALISTI

Selection-settið þitt inniheldur:

• Stóran poka með legi

• Ger

• Pakka #2 (bentónít, náttúrulegur leir sem notaður er til að fella út ger og ýmis prótein sem gera gerjaðan vökva skýjaðan)

• Pakka #3 (Metabísúlfít, rotvörn)

• Pakka #4 (sorbat, gerstopp)

• Pakka #5 (felliefni)

Getur einnig innihaldið:

• Pakka af eikardufti eða flögum

• Pakka af ylliblómum

• F–pakka (minni poka fyrir lög)

• Ef þú hefur fleiri en einn af einhverjum pakka skaltu bæta þeim öllum við þegar mælt er fyrir um slíkt.

Nauðsynlegur búnaður:

• Gerjunarílát með loki (30 lítra fata)

• Löng hræriskeið (úr plasti eða ryðfríu stáli)

• Mælikanna

• Sykurflotvog og mæliglas

• Flothitamælir

• Vínþjófur

• Fleytislanga

• Flaska (úr gleri eða plasti), 23 lítra geymslugeta

• Gúmmítappi með gati og loftlás

• Gúmmítappi án gats

• Efni til að þrífa áhöld

• Sótthreinsiefni (Metabísúlfít-duft)

• Þrjátíu 750 ml vínflöskur, þrjátíu korktappar og korktappatroðari

Settið tekur 6 til 8 vikur í framleiðslu.

 
Prentvæn útgáfa