Framkvæmd

VINSAMLEGA LESIÐ ALLAR LEIÐBEININGARNAR, EINNIG ALMENNU LEIÐBEININGARNAR HÉR AÐ NEÐAN, ÁÐUR EN ÞÚ BYRJAR!

1. FYRRI GERJUN

Gættu þess að gerjunarílátið taki að minnsta kosti 30 lítra. Ef gerjunarílátið er ekki með mælikvarða, merktu þá við 23 lítra á gerjunarílátinu með því að fylla á það með köldu vatni úr 23 lítra flöskunni sem fyrst er fyllt. Dragðu línu með tússpenna við yfirborð vatnsins á gerjunarílátinu. Þetta verður áfyllingarstigið (að neðan). Helltu vatninu og byrjaðu. Þrífðu og sótthreinsaðu gerjunarílátið og lokið, skeiðina, hitamælinn, sykurflotvogina, mæliglasið og vínþjófinn. Skolaðu vandlega.

1. Bættu við 2-4 lítrum af soðnu heitu vatni neðst í sótthreinsaða gerjunarílátið. Hrærðu vel í vatninu og sáldraðu innihaldi pakka #2 (bentónít) hægt yfir yfirborðið. Hrærðu í 30 sekúndur til að tryggja jafna dreifingu og losun allra köggla.

2. Festu hálsinn á pokanum í kraganum efst á kassanum, fjarlægðu lokið varlega og helltu innihaldinu í gerjunarílátið ásamt bentónítlausninni. Bættu við 2 lítrum af köldu vatni í pokann til að skola út allan eftirstandandi lög og bættu honum við í gerjunarílátið.

3. Fylltu á gerjunarílátið að 23 lítra merkingunni með vatni sem er við stofuhita. Hrærðu vel í 30 sekúndur.

ATHUGIÐ: Það er nauðsynlegt að hafa lögunina 23 lítra áður en pakkanum með vínberjahýðinu er bætt við svo að virkni felliefna og stöðugleiki endanlega vínsins sé eins og best verður á kosið. Ef um annað magn er að ræða verður endanleg afurð ekki rétt og mögulega verður ekki hægt að leysa þau vandamál sem upp kunna að koma.

4. Rífðu upp alla pakkana með eikarduftinu og sáldraðu innihaldinu yfir gerjunarílátið núna. Hrærðu í þeim undir yfirborði vökvans.

5. Sótthreinsaðu möskvapokann með því að dýfa honum ofan í súlfítsótthreinsunarlausnina. Skolaðu vandlega.

6. Settu möskvapoka ofan í meðalstóra og sótthreinsaða skál eða mælikönnu. Teygðu opna endann yfir alla brún skálarinnar/könnunnar.

7. Haltu vínberjapakkanum uppi á rönd, klipptu gætilega á eitt hornið með skærum og helltu innihaldinu ofan í möskvapokann. Lokaðu efsta hluta möskvapokans gætilega og hnýttu hann aftur. Gættu þess að skilja eftir pláss í pokanum svo að vínberjahýðið nái að dreifast.

8. Settu möskvapokann með hýðinu út í gerjunarílátið núna. Veltu pokanum um, gætilega en vandlega.

9. Taktu sýni úr leginum og notaðu sykurflotvogina og mæliglasið til að kanna eðlisþyngdina. Hún ætti að vera á bilinu 1,090-1,100.

10. Gættu þess að hitastigið á leginum sé á milli 22°-24°C (72°-75°F). Haltu ekki áfram í næsta skref (að bæta við geri) nema að lögurinn sé á þessu bili.

11. BÆTTU VIÐ GERINU NÚNA. Opnaðu gerpakkann og sáldraðu innihaldinu yfir yfirborð lagarins. Ekki bleyta aftur í gerinu. Hrærðu því ekki í. Það mun hafa áhrif upp á eigin spýtur.

12. Lokaðu gerjunarílátinu og settu á stað þar sem hitastig er 22°-24°C (72°-75°F). Ef gerjunarílátið er hannað fyrir loftlás skaltu setja hann í núna. Mundu að fylla loftlásinn til hálfs með vatni.

13. Notaðu sótthreinsaða skeið til að ýta þrúgunum undir yfirborð vökvans, einu sinni á dag í 5-7 daga, og hrærðu gætilega.

Gerjunin ætti að hefjast innan 24-48 klukkustunda. Eftir 5-7 daga bætir þú við sykri.

2. SYKRUN

Eftir 5-7 daga skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum við að sykra löginn fyrir aðra gerjun. Gerið gerjar þennan sykur og veitir aukinn vínanda sem þarf til að ná fram víni í jafnvægi fyrir Amarone. Þrífðu og sótthreinsaðu sykurflotvogina, mælikönnuna, vínþjófinn, hitamælinn og skeiðina. Skolaðu vel.

1. Eftir 5-7 daga skaltu taka sýni úr leginum og nota sykurflotvogina og mæliglasið til að kanna eðlisþyngdina. Ef hún er minni en 1,020 skaltu bæta við sykrinum. Ef hún hefur ekki náð þessu marki skaltu skilja vínið eftir og lesa á mælinn daglega þar til hún hefur náð markinu áður en þú heldur áfram.

2. Leystu upp innihald beggja sykrunarpakkanna í 350 ml af heitu vatni í hitaþolnu íláti. Hrærðu létt þar til sykurinn er uppleystur að fullu.

3. Bættu lausninni út í gerjunarílátið og hrærðu mjög kröftuglega í heila mínútu. Gættu þess að hræra gerinu upp af botni ílátsins. Lestu aftur á mælinn. Hann ætti nú að sýna 0.010 til 0.015 stigum meira en við síðasta álestur (sjá EÐLISÞYNGD Á HVERJU STIGI).

4. Lokaðu gerjunarílátinu og gefðu víninu 5-7 daga til að ná öðru stigi. (sjá EÐLISÞYNGD Á HVERJU STIGI) áður en þú tekur til við seinni gerjun (skref 3).

5. Ef möskvapokinn með hýðinu flýtur enn, notaðu þá sótthreinsaða skeið til að ýta þrúgunum undir yfirborð vökvans, einu sinni á dag í 5-7 daga, og hrærðu gætilega.

Eftir 5-7 daga skaltu fara í aðra gerjun.

3. SEINNI GERJUN

Þvoðu og sótthreinsaðu fleytislönguna, flothitamælinn, mælikönnuna, vínþjófinn, 23 lítraflöskuna, gúmmítappann og loftlásinn. Skolaðu vel. Eftir 5-7 daga skaltu taka sýni úr leginum og nota sykurflotvogina og mæliglasið til að kanna eðlisþyngdina. Hún ætti að vera 1,010 eða minna. Þú verður að umhella víninu (flytja það) í 23 lítra flösku þegar hér er komið.

ATHUGIÐ: Því lægra sem hitastig gerjunarinnar er því lengri tíma tekur það hana að ná þessu stigi. Ef eðlisþyngdin er ekki við eða fyrir neðan þessi mörk skaltu bíða og mæla með sykurflotvoginni daglega þar til eðlisþyngdin er komin niður í þetta.

1. Settu gerjunarílátið upp á sterkbyggt borð í a.m.k. 1 metra hæð.

2. Til að fjarlægja hýðið og undirbúa umhellingu skaltu einfaldlega fjarlægja pokann og kreista hann gætilega á meðan hann er togaður upp og út úr gerjunarílátinu.

3. Bíddu í 10 mínútur áður en umhellt er til að leyfa víninu að jafna sig.

4. Fleyttu vínið gætilega í hreina, sótthreinsaða 23 lítra flösku. Láttu þykkasta botnfallið sitja eftir, en gakktu úr skugga að sem mest af vökvanum flytjist yfir. Mjög lítið rými verður efst í flöskunni.

5. Settu gúmmítappann með loftlásnum í flöskuna. Mundu að fylla loftlásinn til hálfs með vatni.

6. Láttu flöskuna vera á gerjunarsvæðinu við hitastig sem nemur 22-24°C (72-75°F) í 10 daga. Það getur verið að þú sjáir ekki frekari gerjun í flöskunni. Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.

Eftir 10 daga geturðu haldið áfram í næsta skref.

4. GERJUN STÖÐVUÐ & FELLING

Eftir 10 daga skaltu athuga eðlisþyngdina. Hún ætti að vera 0,998 eða minna. Ef hún er meira en 0,998 skaltu bíða í 2 daga og mæla aftur. Mundu að hitastig fyrir neðan 22-24°°C lengir gerjunartíma. Ef þú staðfestir ekki þennan álestur á sykurflotvoginni verður ekki almennileg felling í víninu! Áður en lengra er haldið skaltu þrífa og sótthreinsa sykurflotvog, mælikönnu, vínþjóf, flösku og skeið. Skolaðu vel.

ATHUGIÐ: Vínið krefst þess að mjög vel sé hrært í á þessu stigi. Sé ekki hrært nægilega kröftuglega getur fast loft í víninu komið í veg fyrir fellingu. Við hverja hræringu skaltu hræra mjög kröftuglega. Hræritæki með bor (hafðu samband við söluaðila þinn) geta tryggt fullnægjandi gaslosun. Þú verður að umhella víninu í hreina flösku áður en þú stöðvar gerjun og fellir vínið. Ef þú hefur ekki aðra flösku getur þú umhellt víninu í gerjunarílátið, þrifið upphaflegu flöskuna og síðan umhellt víninu yfir í hana.

1. Settu gerjunarílátið upp á sterkbyggt borð í a.m.k. 1 metra hæð.

2. Umhelltu víninu í hreina, sótthreinsaða flösku. Ef þú hefur ekki aðra flösku getur þú umhellt víninu í gerjunarílátið, þrifið upphaflegu flöskuna og síðan umhellt víninu yfir í hana.

3. Leystu upp innihald pakkanna #3 (metabísúlfít) og #4 (sorbat) í 125 ml (½ bolli) af köldu vatni. Bættu á flöskuna og hrærðu af krafti í tvær mínútur til að blanda efnunum vel saman við lögunina og halda frá kolsýrumyndun. Vertu viss um að hræra nægilega vel til að hrista gas úr víninu.

4. Hristu innihald pakka #5 (Chitosan felliefni). Skerðu horn pokans/pokanna gætilega og helltu innihaldinu ofan í flöskuna. Hrærðu kröftuglega í aðrar 2 mínútur til að gaslosa vínið. Gaslosir þú vínið ekki að fullu fellur það ekki.

5. Settu gúmmítappa með loftlás í flöskuna, mundu að fylla loftlásinn til hálfs með vatni.

6. Láttu flöskuna vera á gerjunarsvæðinu við hitastig sem nemur 22-24°C (72-75°F) í 8 daga til að tæra vínið.

Eftir 8 daga getur þú haldið áfram í umhellingu og grugghreinsun.

5. UMHELLING & GRUGGHREINSUN

Eftir 8 daga verður vínið mjög tært. Næsta umhelling mun hjálpa til við að gera það kristaltært. Hreinsaðu og sótthreinsaðu flösku og fleytislöngu.

1. Umhelltu víninu í hreina, sótthreinsaða flösku. Taktu allt tæra vínið og skildu botnfallið eftir.

ATHUGIÐ: Sett frá Winexpert hafa mjög lágt súlfíð í samanburði við vín á markaðnum. Ef þú vilt láta vínið eldast í meira en sex mánuði skaltu bæta við aukaskammti af metabísúlfít-rotvörn til að koma í veg fyrir oxun. Til að gera þetta skaltu leysa upp 1,5 gr. (¼ teskeið) af metabísúlfít-rotvörn í 125 ml (½ bolli) af köldu vatni og hrærðu þessu gætilega út í vínið í hreinu flöskunni. Þetta auka súlfít hefur ekki áhrif á bragð eða hversu snemma er hægt að neyta vínsins.

2. Ekki bæta neinu viðbótarvatni ('fylla upp') í flöskuna þegar hér er komið. Sé fyllt upp breytir það eiginleikum vínsins. Vínið oxast ekki eða skemmist á þeim tíma sem líður fram að átöppun.

3. Fylltu loftlásinn að hálfu með vatni og settu gúmmítappa með loflásnum í flöskuna. Láttu vínið standa í 14 daga til að ljúka grugghreinsun.

4. Eftir 14 daga skaltu athuga tærleika vínsins með því að taka úr því lítið sýni í vínglas og skoða það í góðri birtu. Ef það er ekki fullkomlega tært skaltu láta það standa í sjö daga í viðbót.

Settu gruggugt vín ekki á flöskur: Það verður ekki tært í flöskunni.

6. SETT Á FLÖSKUR

Þvoðu og sótthreinsaðu þrjátíu 750 ml vínflöskur, fleytislöngu og flöskufylli. Skolaðu vel.

ATHUGIÐ: Ef þú ert ekki að setja á flöskur í þetta skipti verður þú að fjarlægja gúmmítappann með loftlásnum og setja í flöskuna tappa án gats, þétta vel. Þetta hjálpar til við að koma í veg fyrir oxun þar til þú setur á flöskur. Ef þú ætlar að geyma vínið í flöskunni lengur en einn mánuð þarft þú að fylla á það með svipuðu víni sem nemur minna en 2 tommum (um það bil breidd tveggja fingra) frá botni tappans sem er án gats. Þú getur líka flutt vínið í minna ílát til að fjarlægja höfuðrými og draga úr hættu á oxun. Ef þú vilt sía vínið ættir þú að gera það nú, strax á undan átöppun. Ef þú hefur áhyggjur af því að hrófla við dreggjunum á botni flöskunnar þegar sett er á flöskur skaltu þvo og sótthreinsa gerjunarílátið eða flöskuna, flytja eða sía vín inn í hana og setja á flöskur þaðan.

1. Fleyttu vínið í hreinar, sótthreinsaðar flöskur og lokaðu þeim með korktappa. Gættu þess að skilja eftir pláss upp á tvær fingurbreiddir neðst á korkinum og jafnaðu vínið í hverri flösku.

2. Láttu flöskurnar standa í þrjá daga áður en þær eru lagðar á hliðina þannig að korktappinn nái að tútna út og þétta/loka flöskunni. Geymdu flöskur á dimmum, köldum stað, þar sem hitastig er jafnt.

Prófaðu að bíða í að minnsta kosti einn mánuð áður en þú bragðar vínið - það mun þroskast mikið eftir þrjá til sex mánuði.

Ef spurningar vakna eða einhverjar athugasemdir koma upp? Hafðu þá samband við okkur á aman@aman.is eða www.aman.is

LEIÐBEININGAR - SELECTION 18L - ÍTALSKI AMARONE-STÍLLINN

• Lestu allar leiðbeiningar áður en þú byrjar.

• Hreinsaðu allan búnað með lyktarlausu víngerðarhreinsiefni (sem söluaðili þinn mælir með) og skolaðu vandlega með heitu vatni til að fjarlægja allar leifar.

• Sótthreinsaðu búnaðinn með því að skola hann með metabísúlfít-lausn. Til að gera þessa lausn leysirðu upp 50 grömm (3 matskeiðar) af metabísúlfít-dufti í fjórum lítrum af köldu vatni. Þú þarft að dýfa búnaðinum í eða úða hann með þessari súlfít-lausn. Láttu drjúpa af þar til hann er þurr eða skolaðu með köldu vatni. Afgangslausn má geyma í vel lokuðu íláti í tvo mánuði.

• Notaðu gott drykkjarvatn með þessu setti. Ef þú ert ekki viss um gæði vatnsins skaltu nota flöskuvatn.

• Það geta verið margir pakkar af hverju efni í þessum pakka. Bættu við öllum pökkum þegar mælt er fyrir um slíkt.

• Þetta sett inniheldur möskvapoka sem hannaður er til að geyma vínberjahýðin á meðan gerjun stendur. Ekki má týna eða henda þessum poka.

• Í þessu setti eru margir pakkar af eik. Bættu við öllum pökkum sem mælt er fyrir um á fyrsta degi.

• Í þessu setti þarf að bæta við sykri (til að auka alkóhólinnihald) 5-7 dögum eftir að víngerð hefst. Í sykrunarpakkanum eru tveir 450 gramma pokar af dextrósa (flórsykri). Lesið leiðbeiningarnar um sykrun vandlega og fylgið þeim skref fyrir skref.

• EÐLISÞYNGD Á HVERJU STIGI

• 1: FYRRI GERJUN 1.090 - 1.100

• 2: SYKURVIÐBÓT 1,020 (EÐA MINNA)

• 3: SEINNI GERJUN 1,010 (EÐA MINNA)

• 4: STÖÐVUN GERJUNAR OG FELLING 0,998 (EÐA MINNA)

• 5: UMHELLING OG GRUGGHREINSUN 0,998 (EÐA MINNA)

• 6: SETT Á FLÖSKUR 0,998 (EÐA MINNA)

• Upphafshitastig vínsins er mikilvægt. Ef gerið er sett út í of kalda lögun þá verður engin almennileg gerjun né felling. Gakktu aftur úr skugga um að hitastig lagarins sé á milli 22°-24°C (72°-75°F) áður en þú bætir gerinu við.

• Vinsamlegast fjarlægðu kóðalímmiðann efst af boxinu og límdu hann á þessar leiðbeiningar eða á víngerðarskráningarbókina þína. Söluaðilinn þinn þarf upplýsingar sem eru á þessum límmiða ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir. Skrifaðu einnig niður dagsetningu byrjunar.

Tegund víns: ______________________________

Dagsetning: ______________________________

BIRGÐALISTI

Selection Grapeskins settið þitt inniheldur:

• Stóran poka af legi

• Poka með vínberjahýði

• Ger

• Sykrunarpakka (sykurpokar)

• Pakka #2 (bentónít, náttúrulegur leir sem notaður er til að fella út ger og ýmis prótein sem gera gerjaðan vökva skýjaðan)

• Pakka #3 (metabísúlfít, rotvörn)

• Pakka #4 (sorbat, gerstopp)

• Pakka #5 (felliefni)

• Möskvapoka

• Pakka af eikardufti eða flögum

• Ef þú hefur fleiri en einn af einhverjum pakka skaltu bæta öllum við þegar mælt er fyrir um slíkt.

Nauðsynlegur búnaður:

• Gerjunarílát með loki (30 lítra fata)

• Löng hræriskeið (úr plasti eða ryðfríu stáli)

• Mælikanna

• Sykurflotvog og mæliglas

• Flothitamælir

• Vínþjófur

• Fleytislanga

• Flaska (úr gleri eða plasti), 23 lítra geymslugeta

• Gúmmítappi með gati og loftlás

• Gúmmítappi án gats

• Efni til að þrífa áhöld

• Sótthreinsiefni (Metabísúlfít-duft)

• Þrjátíu 750 ml vínflöskur, þrjátíu korktappar og korktappatroðari

Settið tekur 6 til 8 vikur í framleiðslu.

 
Prentvæn útgáfa