Áhöld og tæki til víngerðar
Hér er hluti af þeim áhöldum sem við bjóðum til sölu. Þessum lista er ekki ætlað að vera tæmandi heldur aðeins að gefa hugmynd um úrval aukahluta. Nánari upplýsingar fást í verslun okkar að Háteigsvegi 1, 105 Reykjavík.
Áhöld og efni til léttvínsgerðar.
Gerjunarfata 30 lítra
Þessi fata er úr matvælaplasti sem gefur ekki frá sér bragð út í vínið.
Gerjunarkútur úr gleri 23 lítra
Þessi kútur er ætlaður fyrir lokastig gerjunar, fellingar og geymslu að lokinni gerjun. Við mælum með að glerkúturinn sé notaður vegna þess að í honum er minna loftrými og vínið þroskast mun betur.
Sykurflotvog
Ef velja ætti eitt verkfæri sem ekki er hægt að vera án þá er það sykurflotvogin. Hún segir þér nákvæmlega hversu langt gerjunin er komin og hversu þurrt eða sætt vínið er. Með aukinni færni á þetta mælitæki verður þú fær um að fá alltaf vínin eins og þú vilt hafa þau.
Hævertslanga (Umfleytingarslanga)
Þessi slanga er notuð til að fleyta ofan af víni þegar fært er milli íláta eða þegar vínið er sett á flöskur.
Vatnslás
Lásinn er hafður í loki gerjunarílátsins og gefur m.a. til kynna hvernig gerjunin gengur með því að hann gefur frá sér hljóð. Hann kemur í veg fyrir að súrefni komist að víninu meðan ílátið er lokað.
Klórsódi IP-5 300gr
Þetta er þvottaduft sem er notað til þrifa og sótthreinsunar á öllu sem viðkemur víngerð, gerjunarílátum jafnt sem flöskum og mælitækjum. Þessi pakkning dugir fyrir mikil og góð þrif.
Léttvínsmælir
Þessi mælir er einungis fyrir léttvín. Mælir sem þessi er ómissandi vopn í víngerð. Þetta er svokallaður hápípumælir og notaður til að finna áfengisstyrk á fullgerjuðu víni, hann virkar aðeins á sykurlaus vín. Bikar mælisins er fylltur með víni og þumalputtinn notaður til að þrýsta víninu í gegnum pípuna. Þegar 1 til 2 dropar hafa komið í gegnum pípuna er fingur settur fyrir opið og því haldið lokuðu. Bikarnum er síðan hvolft og horfa skal á hápípuna. Þegar vínið sést greinilega í hápípunni skal sleppa fingrinum og vínið lekur niður og nemur staðar við þá tölu sem gefur styrkinn til kynna. Skola skal síðan mælinn með köldu vatni með því að þrýsta því í gegnum hann. Mælirinn er hápípumælir sem notfærir sér það að áfengi er léttara en vatn, þannig getur of heitt vatn skemmt mælinn.
Hitamælir
Mikilvægt er að fylgjast með að rétt hitastig sé á víninu á gerjunarstigi. Sé það of heitt deyr gerið en sé það of kalt stöðvast gerjunin.
Mæliglas
Mæliglas sem tekur 100 ml. Notað með sykurflotvog og öðrum flotmælum.
Dæla með vínsíu
Þetta er rafmagnsdæla til að hreinsa eða tæra vín sem ekki fellur. Þessa dælu geta viðskiptavinir okkar fengið leigða í 1 sólarhring. Að auki þarf að kaupa nýja síu (filter) fyrir hverja lögun.
Vínflöskur
Varla er hægt að stunda víngerð án þess að setja vínið á flöskur að lokum. Við bjóðum þrjár gerðir, grænar fyrir rauðvín, olivelitaðar fyrir hvítvín og glærar fyrir rósavín, 12 saman í kassa.
Flöskuskolari
Skolarinn er til að festa á þvottavélakrana. Hann auðveldar til muna öll flöskuþrif en hreinlætið verður að vera í fyrirrúmi í alllri víngerð.
Flöskubursti
Burstinn er til þrifa á flöskum að innanverðu.
Þurrkstandar fyrir flöskur
Eitt af vandamálunum sem koma upp við flöskuþrif er hvar á setja flöskurnar meðan þær þorna eftir þrifin. Standurinn er lausnin.
Korktappar (30stk í poka)
Við bjóðum 4 tegundir af korktöppum. Misbreiða og mislanga. Korktapparnir sem við bjóðum eru gerðir úr sérvöldum korki og sérstaklega meðhöndlaðir til notkunar í víngerð.
Korktappatroðari
Þetta er minni gerðin af tveimur sem við bjóðum. Hentar fyrir grennri gerð af töppum.
Korktappatroðari
Þetta er stærri gerðin af tveimur sem við bjóðum og hentar fyrir allar gerðir af korktöppum. Þennan korktappatroðara geta viðskiptavinir okkar leigt í 1 sólarhring.
Flöskuhettur\/Vínmiðar (30stk í poka)
Gott vín er ekki bara fyrir bragðlaukana heldur líka fyrir augað. Við bjóðum mikið úrval af hettum og miðum.
Lofttæmir fyrir vínflöskur
Tækið er notaður til að koma í veg fyrir að vín skemmist ef ekki er klárað úr flöskunni. Tveir tappar fylgja með.
Dropabani (Drop-Stop)
Hver kannast ekki við rauðvínsdropa á dúknum og rauðan hring undan flöskunni. Það er liðin tíð með Drop-Stop.
Áhöld og efni fyrir aðra víngerð.
Alcotec 24 Turbo ger, tekur 1 dag með 6kg af sykri.
Alcotec 48 Turbo ger, tekur 2 daga með 6kg af sykri & 3-5 daga með 8kg af sykri.
Alcotec 3 Turbo ger, tekur 2-3 daga með 6kg af sykri.
Alcotec 8 Turbo ger, tekur 5 daga með 8kg af sykri.
Gold 200 ger, tekur 2-3 daga með 6-7kg af sykri & 4-5 daga með 7kg af sykri. (Best fyrir 200 lítra)
Coobra 24 ger, tekur 1 dag með 6kg af sykri.
Coobra Pure ger, tekur 3-4 daga með 6kg af sykri. (Coobra 6 betrumbætt)
Coobra 6 ger, tekur 2-3 daga með 6kg af sykri.
Coobra 8 ger, tekur 5-10 daga með 8kg af sykri.
Froðueyðir 200ml
Sérstök silikonfleyti sem er skaðlaus manneldi og notuð í matargerð og matvælaiðnaði. Frábær laus við suðu á fiski eða kjöti. Kemur í veg fyrir froðumyndun við gerjun og eimingu. (1 matskeið í 25 lítra)
Glyserol 200ml
Mýkir og sætir.
Fellir I & 2 200gr
Felliefni fyrir 100 lítra lögun. Tærir á einum til tveimur dögum.
Kalk
Kalkið er notað til að draga í sig óæskileg efni.
Filter
Notaður í botninn á kolasíu.
Gúmmíhetta
Hettan er til að loka kolasíu. Til í stærðunum 40mm, 50 mm og 60mm.
Storms kókoskol 1,7L (0,40-0,85mm)
Kókoskol notuð til síunar. Fást einnig í 10kg pokum.
Fantom steinkol 1,7L (0,40-0,85mm)
Steinkol notuð til síunar. Fást einnig í 10kg pokum.
Norit viðarkol 1,7L (0,25-1,0mm)
Viðarkol notuð til síunar.
Áhöld & efni fyrir bjórgerð.
Gerjunarfata 30 lítra
Þessi fata er úr matvælaplasti sem gefur ekki frá sér bragð út í bjórinn.
Sykurflotvog
Ef velja ætti eitt verkfæri sem ekki er hægt að vera án þá er það sykurflotvogin. Hún segir þér nákvæmlega hversu langt gerjunin er komin.
Vatnslás
Lásinn er hafður í loki gerjunarílátsins og gefur m.a. til kynna hvernig gerjunin gengur með því að hann gefur frá sér hljóð. Hann kemur í veg fyrir að súrefni komist að bjórnum meðan ílátið er lokað.
Klórsódi IP-5 200gr
Þetta er þvottaduft sem er notað til þrifa og sótthreinsunar á öllu sem viðkemur víngerð, gerjunarílátum jafnt sem flöskum og mælitækjum. Þessi pakkning dugir fyrir mikil og góð þrif.
Hitamælir
Mikilvægt er að fylgjast með að rétt hitastig sé á víninu á gerjunarstigi. Sé það of heitt deyr gerið en sé það of kalt stöðvast gerjunin.
Mæliglas
Mæliglas sem tekur 100 ml. Notað með sykurflotvog og öðrum flotmælum.
Dextrósi (kornsykur) 2 kg.
Kornsykur er notaður til bjórgerðar. Hann er mýkri en glúkósi (strásykur) og því verður bjórinn mildari á bragðið.
Kreamyx froðustyrkir
Kreamyxið þéttir bjórinn og eykur yfirborðsspennu vökvans sem gerir það að verkum að froðan verður sterkari og \"hausinn\" stendur betur.
Hævertslanga (Umfleytislanga)
Þessi slanga er notuð þegar bjórinn er settur á flöskur.
Öltappar á bjórflöskur
Fást 200stk í poka og 40 stk í poka.
Öltappalokari fyrir öltappa á bjórflöskur
Einfalt og gott tæki.
PET Bjórflöskur úr sérstyrktu plasti
Til í tveim stærðum, 0,5L (24stk í kassa) & 1L (12stk í kassa) Tappar fylgja með. Hægt að nota aftur og aftur!