Froðueyðir

Hér má sjá hvað froðueyðir gerir og hvernig á að nota hann.

Skammtur

Í öll 30 lítra Ámu gerjunarílát nægir ein matskeið af froðueyði. Um leið og búið er að blanda ílögn saman, skal setja froðueyðirinn saman við.

Hvað er froðueyðir

Dow Corning fyrirtækið í USA fann upp þessa sérstöku Silicon blöndu sem hefur hlotið alþjóða viðurkenningu sem skaðlaust efni til manneldi enda er það bæði notað við matargerð svo og í matvælaiðnaði. Þetta er frábært hjálparefni við matseld, svo sem við suðu á fiski og kjöti.

Hvað víngerð varðar þá voru það þýskar sprittverksmiðjur sem fyrst byrjuðu að nota froðueyði við framleiðslu sína og þaðan hefur vitneskjan um ágæti þessa efnis breiðst út.

Hvað gerir froðueyðirinn

Eins og nafnið bendir til þá eyðir hann froðu. Froðueyðir kemur í veg fyrir að froða myndist ofan á gerjunarvökva. Þess vegna er hægt stútfylla það ílát sem gerja á vökva í án þess að eiga það á hættu að það flæði út úr því.

Froðueyðirinn kemur í raun í veg fyrir að “hraustustu gerfrumurnar”, sem er froðan sjálf, geti svikist um í vinnu sinni. Þegar ger er sett saman við vökva þá gleypa “hraustustu gerfrumurnar” strax í sig bróðurpartinn af næringarefnum í blöndunni og reyna því næst að svíkjast um í vínandaframleiðslunni með því að fara í “froðuleik”.

Þessar “hraustu gerfrumur” mynda því lítinn sem engan vínanda á með “froðuleikurinn”stendur yfir svo ekki sé nú talað um það “þrælatap” sem verður ef vökvinn flæðir út úr ílátinu. Erfitt er að bæta slíkt gertjón eftir á því gerfrumurnar hafa sérhæft sig í blöndunni og einnig sérhæft blönduna fyrir sig á mót en það virkar drepandi á nýjar gerfrumur.

Ef froðueyðir er hins vegar notaður þá gerist þetta ekki og gerjunin verður eins hraðvirk og frekast e runt. Vínandinn verður mun betri og miklu minna verður af bragðfúlum aukaefnum, sem fyrir alvöru fara að myndast, 8 til 12 dögum eftir að gerjun hófst. Þetta er stórkostlegur ábati.

Aðal ástæða þess að nota froðueyði er eimingin. Við suður í eimingjartækjum myndast alltaf froða. Sú froða myndar óhrein gufuskil og stundum grugguga ólgu og gusur upp í kæliturninn og eimsvalann. Hafi froðueyðir verið notaður í upphafi, þegar lagt var í, kemur hann einnig í veg fyrir þessa froðumyndun í eimingu.

 
Prentvæn útgáfa