IP- 5 Klórsódi

Tvívirkt þvotta og sótthreinsunarduft sem leysir vel fitu og önnur óhreinindi auk þess að vera tilvalið til notkunar í matvælaiðnaði til hreinsunar á t.d. áhöldum og ílátum.

Notkun: Blandið 2 matskeiðum af IP-5 í 25 lítra af vatni og látið standa í 20-30 mínútur og skolið vel 2-3 sinnum með köldu vatni. Notið gúmmíhanska.

Inniheldur: Metasilikat, Natriumkarbónat og Natríumdíklórísósýanúrat.

Varúð: Hættulegt við inntöku. Myndar eitraða lofttegund í snertingu við sýru. Geymist á þurrum stað. Berist efnið í augu, skolið þá strax með miklu vatni og leitið læknis. Notið viðeigandi hlífðargleraugu svo og hlífðarhanska. Varist innöndun reyks við bruna eða sprengingu.

Geymist þar sem börn ná ekki til.

 
Prentvæn útgáfa