Better Brew - Bjórgerðarefnið

Hvað gerir bruggsettin frá Better Brew betri?

Síðustu áratugi hafa nokkrir maltkjarnaframleiðendur ráðið lögum og lofum á heimabruggunarmarkaðnum og þykir okkur þeir verða orðnir fullánægðir með sig því þrátt fyrir þann gríðarlega fjölda af dósabruggsettum sem í boði eru þá bragðast þau flest eins. Við trúum því að heimabruggunariðnaðurinn sé opinn fyrir því að prófa eitthvað nýtt.

Fyrir tveimur árum ákváðum við að taka bruggsettin til endurskoðunar og sjá hvaða aðrir maltkjarnar væru í boði. Hvaða aðrar gertegundir mætti nota til að fá meira úrval af bjórtegundum. Nú eru tvö ár liðin og eftir mörg hundruð bjóra teljum við okkur hafa fundið nýjan hágæðavalkost fyrir fólk með áhuga á dósabruggsettunum.

Okkar nálgun byggist á því að fara vandlega yfir hráefnið, gera afbrigði og umbúðir og velja það besta án málamiðlana. Sem betur fer eru nútímaumbúðir ódýrari en málmdósir og því getum við leyft okkur að velja hráefni af miklum gæðum.

Betri maltkjarnar:

Eitt af helstu vandamálum malkjarnaframleiðanda sem framleiðir yfir 50 mismunandi dósabruggsett er krafan um að hann noti í grunninn sömu maltkjarnana í hverju setti. Ef maður lokar augunum þá finnur maður að þeir bragðast ósköp svipað. Fyrir hvern Better Brew bjórpakka hefur verið valinn sá maltkjarni sem sem best hentar viðkomandi bjórtegund – við notum maltkjarna frá ýmsum Evrópu- og Ameríkuríkjum.

Við getum leyft okkur að velja gaumgæfilega því við tengjumst engum einum maltkjarnaframleiðanda en að sjálfsögðu er frekar ólíklegt að maltari með línu af dósamalti myndi nota betri maltkjarna frá samkeppnisaðila. Ef þú hugsar aðeins út í þetta – hversu líklegt er að að sami framleiðandinn standi að baki öllum bestu maltkjörnunum fyrir allar gerðir bruggsetta?

Betri gerafbrigði:

Sama gildir um þær tegundir af geri sem eru notaðar. Í stað þess að nota sama bökunargerið í öllum dósabruggsettunum og síðan eitt almennilegt ölger í fyrsta flokks settunum þá ákvað Better Brew að skoða allt það þurrger sem atvinnumennirnir nota um allan heim og við brugguðum hundruð bjóra til að ákvarða hvaða afbrigði skilaði besta bjórnum. Þannig er hveitibjórssettið með alvöru hveitiafbrigði, þær ýmsu gerðir af öli og bitter-öli sem við bjóðum upp á innihalda ólík afbrigði eftir tegund og lagerölið inniheldur sérstaklega hlutlaust afbrigði.

Ef til vill heldur þú að uppáhalds dósabruggsettið þitt innihaldi bjórger því það er tekið fram á umbúðunum með einhverjum hætti en þvert á móti innihalda mörg bruggsett (en ekki öll) bökunarger með breyttu nafni. Þó þau séu valin til þess að virka með gerjun maltkjarna munu þessi afbrigði gerjast fullhratt og harkalega og virka því ekki jafn vel og þau afbrigði sem notuð eru við atvinnubruggun (en þau eru dýrari).

Engin litarefni:

Það mætti skrifa margar blaðsíður um „betri hráefni“ – en við vildum ekki nota nein litarefni, slepptum ekki eingöngu karamellunni heldur líka maltlitnum. Allur litur í vörum Better Brew er fenginn með þeim maltkjörnum sem notaðir eru. Karamellulitinn þarf að tilgreina í innihaldslýsingu (oftast sem E150 litarefnaröðin) en maltlitarefni þarf ekki að tilgreina, þannig að ef framleiðandi tekur ekki sérstaklega fram að blandan innihaldi engin litarefni þá er einfaldlega engin leið að vita hvað hún inniheldur. Við notum engin litarefni. Better Brew bruggsettin eru eins náttúruleg og þau geta orðið.

Betri umbúðir:

Dósir geta verið mjög dýr kostur. Þær eru einnig mjög viðkvæmar fyrir hnjaski ef maður missir þær eða sendir þær með póstkröfu. Þannig að við völdum sterkbyggðan DOY-poka vegna þess að hann var ódýrari (sem gerði okkur kleift að eyða meiru í hráefnið) og með minni kolefnislosun. Við teljum einnig að DOY-pokinn líti betur út í hillunni og sé tákn um nýja tíma í heimaölgerð. Við höfum trú á langtímaframtíð iðnaðarins og fjárfestum af miklum mætti í nýjustu Toyopoka-áfyllingartækninni með öllu tilheyrandi (innan við 0,5% af pokanum eru súrefni, nýjasta sótthreinsunartæknin). Geymsluþol er 24 mánuðir og pokarnir beyglast ekki ef þú missir þá.

Betra að öllu leyti:

Ef við eigum að laða að nýja kynslóð af bruggurum þá þurfum við að gera ALLT rétt.

• Einfaldleiki

• Gæði á við atvinnumennina

• Náttúruvænar og nútímalegar umbúðir

• Góð kaup

Það er ekki nóg fyrir okkar viðskiptavini að „venjast bragðinu af heimabrugguðum bjór“ eftir nokkrar brugganir, ummæli viðskiptavina verða aldrei að öflugu markaðstóli nema við bjóðum upp á bjóra sem eru frábærir á bragðið.

Mikilvægt – nýjar leiðbeiningar:

Þar sem við notum alvöru bjórgerðarger þýðir það að gerjun er hægari og rólegri, sérstaklega á síðari stigum frumgerjunar.

Eftir sterka gerjun í upphafi í Better Brew bruggsettunum getur það tekið heila 7 daga til viðbótar til að missa þessa síðustu 5 til 6 punkta í eðlisþyngd (gravity points). Hæg gerjun á annari viku þýðir að loftlásinn mun ekki krauma og eðlisþyngd mun aðeins lækka um hámark 1 punkt á dag.

Í leiðbeiningum fyrir Better Brew er skýrt tekið fram að þetta eigi að fá að standa í 10 daga á frumstigi gerjunar (við hita á bilinu 20-25C). Þetta er afar mikilvægt jafnvel þó þú hafir miklar reynslu af bruggun og sért vanur/vön að tappa á flöskur þegar loftlásinn hættir að krauma eða þegar sama þéttni/eðlisþyngd virðist nást í tvo daga í röð (það má vera að þú takir ekki eftir lækkun um 1 punkt!).

Ef þú hunsar 10-daga frumgerjunartímann er líklegt að það eigi eftir að flæða upp úr flöskunum hjá þér! Ef þú lætur bjórinn á kút má vera að þú komist upp með þetta aðeins fyrr út af þrýstingslokanum á kútnum. Hins vegar mælum við sterklega með því að þú leyfir bjórnum alltaf að sitja í 10 daga í frumgerjun.

Fyrir lagerölið skaltu gerja við hitastig undir 20-25°C mörkunum. Þannig mætti auka gæðin en aðeins lítillega þar sem gerafbrigðið sem við notum stendur sig vel með lageröli sem gerjað er við 20°C. Ef þú vilt reyna að ná lægri hita þá skaltu miða við 15-20°C og búa þig undir MIKLU lengri gerjunartíma. Þú verður að reiða á sjálfan þig með síðasta stig frumgerjunar, þar þarf að fylgjast vel með eðlisþyngdinni og aðeins að tappa á flöskur þegar sama eðlisþyngd hefur haldist í þó nokkra daga (ef það tekst ekki mun flæða upp úr flöskunum síðar!). Það er engin leið að auka gæðin ef þú gerjar hinar bjórgerðirnar við of lágan hita.

In English

Beer kits from Better Brew - Why better?

For several decades the Homebrew beer kit market has been dominated by a handful of malt extract manufacturers, we feel they have become a little complacent and despite the enormous number of different canned beer kits available, many taste the same. We believe the Homebrew Industry is looking for something a little different.

Two years ago we decided to take a fresh look at beer kits, what other malt extracts were available? What other beer yeast strains could be used to differentiate between different beer styles? Two years later, after many hundreds of brews we believe we have a quality alternative to the canned beer kit.

Our approach is based on painstakingly going through the raw materials, the yeast strains and the packaging and choosing the best without compromises. Fortunately, modern packaging is cheaper than metal cans, allowing us to go for real quality raw materials.

Better Malt Extracts

One of the problems if you’re a malt extract manufacturer who produces 50+ different canned beer kit recipes is there’s a pressure to use the same basic malt extract in every kit. Close your eyes and they’ll often taste the same. Each of the seven Better Brew beer kits uses a malt extract selected only for how well it makes that style of beer – We are using malt extracts from several countries, from Europe to America.

We can cherry pick like this because we have no ties with any malt extract manufacturer but it’s of course rather unlikely that a maltster with a canning line would use a better malt extract from a competitor. Just think about it – how likely is it that one manufacturer happens to make all the best malt extracts for every type of beer kit?

Better Yeast Strains

The same is true of beer yeast strains, rather than using the same baking yeast strain across all canned beer kits and then one ale yeast strain across all premium kits, Better Brew looked at all professional dried brewing strains available worldwide and brewed out hundreds of beers to determine which strain gave the best result for each style of beer. So the wheat beer kit uses a genuine wheat strain, the different ales and bitters in the range contains different strains according to style and the lagers contain a particularly neutral strain.

You may think that your favourite canned beer kit contains a brewers yeast strain because it says so on the packaging in some wording, while in fact many canned kits (but not all) contain rebranded baking yeast strains. Albeit particularly chosen to work with fermentation of malt extracts, these strains will ferment a bit too fast and brutal and will not work as well as professional brewing strains (which are more expensive).

No colourings

Pages could be written about ‘better ingredients’ – we didn’t want to use any colourings at all, not only leaving out caramel, but also malt colourings. Better Brew derives all its beer colour from the malt extract used. Caramel colouring needs to be declared in the ingredients list (look for E150’s) but malt colourings don’t need to be in the declaration so unless a manufacturer expressly states “no colourings used”, you simply don’t know what is in there. We don’t use any colourings at all. Better Brew beer kits are as natural as they come.

Better Packaging

Unless you’re Heinz – cans are very expensive. They are also quite fragile if you drop them or if sent on mail order. So we decided to go for DOY pouch because of the lower cost (allowing us to use more expensive raw materials) and the lower carbon footprint. We think the DOY packaging also allows for better shelf presentation and speaks of a new age for Homebrew. We believe in the long term future of this industry and invested heavily into the very latest Toyo type pouch filling technology with all the bells and whistles (below 0.5% oxygen in the pouch, latest sterilisation methods etc). Shelf life is 24 months and pouches don’t dent if you drop them.

Better all round

If we’re to attract a new generation of brewers we need to tick ALL the boxes;

Simplicity 
Commercial beer quality 
Modern, environmentally friendly packaging 
Value for money

It’s not enough for our customers to ‘get used to how homebrew tastes’ after they’ve made a few brews, ‘word of mouth’ will never become a powerful tool unless we make beers which tastes fantastic. Important – new instructions

Using genuine brewers beer yeast strains means slower and more gentle fermentations especially during the later stages of primary fermentation.

After the initial strong fermentations from the Better Brew kits, it can take another full 7 days to drop the last 5 or 6 gravity points. Such slow second week fermentation means the airlock won’t be bubbling and the gravity will only be dropping by an average of 1 point per day.

Better Brew instructions clearly say to leave for 10 days in the primary (between 20-25C). This is very important, even if you are an experienced brewer and you are used to bottle when airlock stops bubbling or when you seem to get the same specific gravity for two days (you may not notice the 1 point drop!).

If you ignore the 10 day primary fermentation time, you are very likely to end up with gushing bottles! If you are kegging your beer, you can of course get away with doing this a bit sooner because of the kegs pressure release valve, however we strongly recommend always leaving the beer for 10 days in primary fermentation.

For the lagers, you could ferment cooler than the 20-25C. That would mean a small quality improvement, but it's only small as the yeast strain we use performs very well for lagers at say 20C. If you do decide to go lower, aim for 15-20C and expect MUCH longer fermentation time. You are on your own with the end bit of the primary fermentation, you then really need to monitor the gravity drops and only proceed to bottle when you get the same gravity for a number of days (make a mistake here and you'll get gushing bottles!). There is no quality improvement if you ferment cooler for any of the other types of beer.

 
Prentvæn útgáfa