Efni notuð við víngerð
Hér má sjá þau helstu efni sem notuð eru við víngerð.
Ger
Sveppur sem breytir sykri í vínanda og kolsýring. Latneska fræðiheitið er Saccharomyes cerevisum fyrir þann geril sem er notaður til að gerja vín og öl (e.ale) og Saccharomyes uvarum (eldra nafn Saccharomyes carlsbergensis) er sá gerill sem notaður er til að gerja lagerbjór. Ýmis afbrigði innan hvers flokks gefa mismunandi brögð og þola mis mikið af vínandastyrk.
Gernæring
Hjálparefni sem notast er við í allar tegundir víngerðarefna nema þrúguefnin.
Bentonite
Náttúrulegur leir sem hjálpar til við fellingu og settur í löginn áður en gerið er blandað saman við, best að leysa hann upp í sjóðheitu vatni. Bentonite fellir út ger og ýmis prótín sem gera gerjaðan vökva skýjaðann. Efnið hefur þann eiginleika að þegar það kemur í snertingu við vatn myndast neikvætt hlaðnar jónir á yfirborði leiragnanna. Við þær festast síðan jákvætt hlaðnar agnir (s.s. prótein) og sökkva svo til botns. Bentonite bindur því dauða gerið við botninn.
Potassium Sorbate/Kalíum Sorbate
Stöðvar gerjun, drepur gerilinn. Má m.a. nota það til að stöðva gerjun í vínum sem eiga að vera sæt (áður en gerillinn klárar allan sykur) eða til að koma í veg fyrir að villtur gerill komi gerjun af stað. Getur haft áhrif á bragð ef það er notað í of miklu mæli. Bannað í sumum löndum að nota meira en 200mg/lítra.
Isinglass/Isokleer
Tæringarefni sem kemur í veg fyrir sykurútfellingar í víninu. Er úr flokki sílikon díosíða og notað til að fella vín.
Chitosan/Gelatin/Kieselsol
Matarlím sem eykur þykkingu vínsins og aðstoðar tæringu þess. Fellir gerið og notast oft með Isinglass/Isokleer.
Súlfít-SO2(Potassium Metabisulphite)
Rotvörn, einnig kallað svolv og campdenduft. Hjálpar til við endingu vína. Í miklu magni getur það drepið gerilinn. Ef geyma á þrúguvín lengur en 6 mánuði er mælt með auka skammti í vínið, 4gr. Sett í lögunina á undan gerstoppinu.
Campden töflur/duft.
Rotvörn. Sjá umfjöllun um Súlfít hér að ofan.
Pectolasi
Ensím sem brýtur niður Pectin. Pectin er náttúrulegt efni í berjum og ávöxtum sem veldur því að vín verða skýjuð og jafnvel þykkna. Pectin er efni sem er notað til að búa til hlaup. Mikilvægt er að nota Pectolasa í berja-, ávaxta- og rabbabaravínum til brjóta þetta efni niður.
Glúkósi
Tegund af sykri, svo nefnd einsykra. Einsykrur eru einfaldastar af sykrum og aðrar sykrur eru byggðar úr einsykrum. Hefur sex kolefnisatóm. Önnur einsykra er frúktósi.
Frúktósi
Tegund af sykri, svonefnd einsykra. Einsykrur eru einfaldastar af sykrum og aðrar sykrur eru byggðar úr einsykrum. Hefur aðeins eitt kolefnisatóm. Önnur einsykra er glúkósi.
Laktósi
Mjólkursykur. Tvísykra úr glúkósa og frúktósa. Ger getur ekki unnið úr þessari sykru og því verður vín með þessum sykri sætt. Oft notað til að tryggja að þótt vín gerjist út þá sé það sætt. Gefur mjólkurkennt bragð og er m.a. notað í “milk stout” bjóra.
Maltósi
Fjölsykra með þremur einsykrum. Verður m.a. til þegar byggi er breytt í malt.
Eikarspænir
Kurlaðar vín eða sherry ámur. Eikin laðar fram viss einkenni sem mörgum finnast ómissandi í góðu víni. Einnig fáanleg ristuð.
Stabilisator
Efni sem eyðir ský/móðu úr víni. Þetta efni fellir vínið aftur og drepur gerla, má aðeins nota í fullgerjuð vín. Efnið drepur líka villigerla og eyðir þannig fúkabragði úr lögn sem einhverra hluta vegna gerjast ekki rétt. Sama á við um ólykt(eða myglu).
IP- 5 Klórsódi
Tvívirkt þvotta og sótthreinsunarduft sem leysir vel fitu og önnur óhreinindi auk þess að vera tilvalið til notkunar í matvælaiðnaði til hreinsunar á t.d. áhöldum og ílátum. Notkun: Blandið 2 matskeiðum af IP-5 í 25 lítra af vatni og látið standa í 20-30 mínútur og skolið vel 2-3 sinnum með köldu vatni. Notið gúmmíhanska. Inniheldur: Metasilikat, Natriumkarbónat og Natríumdíklórísósýanúrat. Varúð: Hættulegt við inntöku. Myndar eitraða lofttegund í snertingu við sýru. Geymist á þurrum stað. Berist efnið í augu, skolið þá strax með miklu vatni og leitið læknis. Notið viðeigandi hlífðargleraugu svo og hlífðarhanska. Varist innöndun reyks við bruna eða sprengingu. Geymist þar sem börn ná ekki til.