Síun með kolum

Ath. að þetta er einungis til fróðleiks og ekki ætlað að til eftirbreytni.

Sía er venjulega 40 til 60mm rör, 1 til 1,5m á lengd með útvíkkun. Stærð útvíkkunar, sem er ofan á rörinu, reiknast út frá því magni sem rúmast þarf. Þá þarf gúmmíhettu á botn síunnar og stærð hennar ræðst af ummáli rörsins.

Neðst í síuna er settur kaffifílter og kísilfíltplata, gróf eða númer 2000 og smá bómull ofan á. Grófa hlið kísilplötunnar snýr upp í síuna.

Til að blanda niður vínanda er nauðsynlegt að nota soðið eða eymað vatn. Það er gert til að losna við súrefni.

Styrkur vínandans skal vera 40-50% við síun. Athugið að 1-2% tapast við hverja síun.

Best er að vera með fleiri en eina tegund af kolum við síun. Ástæða þess er að mismunandi yfirborðsvirkni er í kolunum og þau taka þar af leiðandi til sín mismunandi óhreinindi(snefilefni). Gott er að nota steinkol(Fantom) eða kókoskol(Storms) í neðri hluta síunnar og grófkoll(MixerMan) í efri helminginn. Fyrir síun borgar sig að hrista rörið vel og setja bómul að ofan til að forða því að kolin fljóti upp.

Árangursríkust og besta síunin fæst með eftirfarandi hlutfalli: Efst 1/3 Grófkol(MixerMan), Miðja 1/3 Steinkol (Fantom), Neðst 1/3 Kókoskol (Storms).

Einfaldast er að nota eina tegund af kolum og þá eru steinkolin (Fantom) besti kosturinn en hafa ber þá í huga að gæðin verða ekki þau sömu og sía þarf oftar í til að losna við auka bragð og lykt.

Fyrir síun og þegar kolin eru komin í rörið þá er mjög gott að hella í gegnum þau soðnu vatni úr 1-2 hraðsuðukötlum. Þetta er gert til að losna við ryk og óbragð, jafnframt til að kolin þenjist upp en við það eykst virkni þeirra til muna.

Þumalputtareglan er sú að 90% af óhreinindum verða eftir við fyrstu síun og svo aftur 90% við síun 2 þannig að þá eru 99% af óhreinindunum farin. Eftir 3 síun verða því 99,9% af óhreindunum farinn.

Einn kolapoki inniheldur 1,7L. Steinkolin(Fantom) og kókoskolin(Storms) eru 0,40-0,85mm að stærð en grófkolin(MixerMan) eru 0,6-2,36mm að stærð. Erfitt er að fullyrða hvað einn poki af kolum endist mikið en það fer eftir gæðum vökvans. Algengast er að kolin séu orðin mettuð eftir að 10-15 lítrar hafi runnið í gegnum þau. Best er að nota gömlu kolin í síun 1 og nýju kolin í síun 2 sem síðan notast aftur í síun 1 næst og svo koll af kolli en þetta á einungis við ef um tvær síanir er að ræða.

Eftir að vökvinn hefur verið síaður og settur í flösku er gott að setja eina teskeið af GLYCERINE saman við hann til mýkja hann og sæta. Einnig er hægt að nota bragefni(Essens) í stað Glycerine en til eru margar tegundir af því svo sem Vodka, Rom, Cognac, Whisky og Gin.

Athugið: Gosumbúðir þola einungis 40% vínandastyrk í fáeina sólahringa en þola 15% vökva í lengri tíma. Til eru sérstyrktar plastsflöskur sem þola allt að 96% til geymslu í lengri tíma. Um er að ræða 1lítra glærar/bláar PET-plastflöskur. Þá eru til glerflöskur, 500ml, 750ml, 1000ml og 3,8 lítra. Hvað eitraðan vínanda varðar(Methyl Alcohol) þá er hann ekki framleiddur úr sykri, heldur með með því að gerja línsterkju og cellulose eða trjákvoðu en þannig er nafnið tréspiritus tilkomið.

 
Prentvæn útgáfa