Víntegundir

Það eru til margar tegundir af víni með vítt svið á uppbyggingu og bragði. Þessi svið eru frá léttu uppí að vera fullþétt, ávaxta útí leður, beiskt útí sætt og svo frv. Möguleikarnir á samspili á milli bragða og angan er óteljandi. Léttvín er yfirleitt skipt í tvo meginflokka, hvítvín og rauðvín. Þessir vínflokkar hafa mismunandi notkunargildi og brögð. Innan þessara tveggja flokka liggur vítt svið af framleiðslu aðferðum og tegundir af vínþrúgum. Allt þetta hefur mismunandi notagildi og getur verið sett í samhengi við ákveðnar fæðutegundir til þess að fullkomna einstaka málsverð.

Í hvítvínum eru þrúgur eins og Sauvignon Blanc, Chardonnay og Chablis ásamt mörgum öðrum. Hvítvín eru alla jafnan best eftir tveggja til þriggja ára geymslu á flöskum. Sauvignon Blanc getur verið þurrt og fullþétt. Er oft með ávaxta lykt og bragð. Chardonnay er líka þurrt og þétt, en hefur smjörkenda áferð. Hvítvín er best að bjóða uppá með ljósu fuglakjöti, fisk og sjáfarafurðum, ávöxtum, salati eða pasta með hvítri sósu.

Rauðvín, ólíkt hvítvíni, verður betra með aldrinum. Rauðvín er mjög viðkvæmt fyrir umhverfis breytingum, þannig að gæta þarf vel að því hvernig það er geymt, á lengri tímabilum. Rauð Burgundavín eru mjög dýr vín af því að þrúgurnar er mjög erfitt að rækta. Pinot Noir þrúgan sem er uppistaðan í burgunda vínum og er einnig erfitt að rækta. Þetta eru meðalþétt vín sem eru með berjabragði og angan útí súkkulaði og/eða eik. Bragð af Capernet vínum, hins vegar, eru margbreytileg frá mintu-, berja- og sveskju-bragð. Þau hafa sítrónu, berja og leðurlykt.

Rauð Burgundavín og vín unnin úr Pinot Noir þrúguni er gott að hafa með bragðmiklum mat eins og lax, gæs, önd, lúðu og kalkún Capernet og Merlot vín er gott að hafa með nauti, lambi, kjúkling, gæs eða svíni.

 
Prentvæn útgáfa