Vöruþekking
Áman er elsta og stærsta víngerðarverslun Íslands. Allar vörur Ámunnar eru keyptar af viðurkenndum birgjum. Stærstu birgjarnir, á alþjóðamælikvarða, eru Vineco og Winexpert , kanadísk fyrirtæki sem í dag eru í eigu sama aðila. Frá Vineco koma vínþrúgur eins og Vinterra, Legacy, KenRidg, European Select, California Connoisseur, Niagara Mist, og bjórgerðarefni eins og Brewers Spring og Brew Canada. Frá Winexpert koma vínþrúgur eins og Selection Series, Vintners Reserve, Chai Maison og Island Mist.
Frá Svíþjóð kaupum við sykurbættu víngerðarlíki eins og La Mancha og Nonne Noir auk bjórgerðarefna eins og Coobra og Cooper, Coobra víngerin, Fantom-, Norit- og Stormskolin auk ýmissa bragðefna frá Drinkmix og Strands. Auk þess sem flest annað efni, áhöld, tæki og tól til heimavíngerðar svo og gjafavara koma frá þessu fyrirtæki sem heitir CBF Drinkit .
Í Bretlandi verslum við mest við fyrirtækin Ritchie Produckt og Hambleton Bard . Frá Ritchie koma vörur eins og Solomon Grundy, hraðgert víngerðarlíki sem tekur eina viku að gera að víni, þrúgusykur og áhöld til bjórgerðar. Frá Hambleton koma Alcotec víngerin og margvísleg bragðefni frá Prestige.
Þá er það Danmörk en þar verslum við mest við þrjú fyrirtæki,Davinco, Ravngaard Produkter og Steel-Function. Frá Davinco koma hin vinsælu Ámu víngerðarlíki. Ravngaard selur okkur 7 daga hraðgerð og ósykurbætt víngerðarlíki auk Drink-Mix, ískurl, í nokkrum bragðtegundum. Frá Stell-Function verslum við síðan gjafavörur úr stáli sem tilheyra vínbransanum, svo sem loftæmingapumpu, flöskutappa, sjússamæli, vínskammtara, þjónaupptakara, þjónabakka og margt fleira.
Auk þessara fyrirtækja verslar Áman við fleiri fyrirtæki í Bretlandi, Danmörku, Kanada og Þýskalandi. Mest eru það vörur sem tengjast heimavíngerð en þó ýmislegt annað sem hefð er komin á að hægt sé að kaupa í Ámunni, svo sem handteljara, hitamæla, sogdælur, siliconslöngur og margt fleira.
Mikil gróska hefur orðið seinni ár í berjavíngerð. Áman selur það sem til þarf í tilbúning á Rabbabaravínum, Fíflavínum og Berjavín almennt auk þess að halda úti leiðbeiningum og uppskriftum hér á heimasíðunni www.aman.is.
Á heimasíðunni má sjá leiðbeiningar á íslensku varðandi öll þau víngerðarefni sem Áman selur, margvíslegan fróðleik, upplýsingar um áhöld til heimavíngerðar og um allar þær vörur sem fást í verslun Ámunnar. Það er metnaður okkar að sinna þörfum viðskiptavina okkar, vítt og breytt um landið, á sem allra bestan hátt. Við sendum bæði í póstkröfu og almennum sendingum.